Smári Valtýr Sæbjörnsson
Matarkjallarinn – Veitingarýni
Við félagarnir höfðum ákveðið að heimsækja einhvern af hinum fjölmörgu nýju veitingastöðum höfuðborgarinnar. Varð Matarkjallarinn fyrir valinu að þessu sinni.
Matarkjallarinn er staðsettur í kjallara Aðalstrætis 2 þar sem áður var Sjávarkjallarinn, RUB23 og Kjallarinn. Breyttur inngangur er utanverður og gefur staðnum virðulega innkomu í steinkjallara og vekur hjá manni forvitnisvott.
Staðurinn er skemmtilega innréttaður með flottri lýsingu, þægilegum stólum og hlýlegur.
Áhersla er lögð á kokteila og ýmsa drykki sem vert er að prufa. Um helgar er gefið aðeins meira í og er opið lengur þar sem boðið er upp á lifandi tónlist, en fallegur flygill er fingraður öll kvöld með dinner tónlist.
Okkur var vísað til sætis af Valtý Bergmann, einn af eigendunum, og framreiðslumeistara Matarkjallarans.
Fjöldi freistandi rétta eru í boði og var margt á matseðlinum sem er svo girnilegt að nauðsynlegt er að heimsækja veitingastaðinn oftar til að prufa sem flesta rétti.
Fyrir utan a´la carte seðil eru í boði fjórir samsettir seðlar hver öðrum girnilegri.
Fyrir valinu var leyndó matseðillinn sem samanstendur af 6 réttum eftir kenjum eldhússins.
Drykkjarpöntun var fljót afgreidd, sódavatn á línuna.
Fljótlega kom brauð á borðið, gott og nýbakað að sjálfsögðu. Í stað smjörs kom hrærður rjómaostur bragðbættur með sítrus og graslauk.
Kom það vel út.
Fyrsti réttur kom eftir skamma stund.
Pönnusteikt hörpuskel og brennt blómkál með sólselju og heslihnetum. Hæfilega sýrt og kryddað þannig að bragðið af fiskinum naut sín til fulls.
Næsti réttur var túnatartar og lárpera með kókoshnetu, won ton og eldpipar. Aftur var kryddun hæfileg, ekki of sterk. Mild og góð „piparsósa“.
Nauta,- og hrossacarpaccio var hefðbundin með vel af klettasalati og rifnum parmesan, þetta bráðnaði í munni.
Næst komu tígrisrækjur steiktar í Kataifi. Virkilega gott, stökkar og rétt eldaðar rækjur, ferskur og góður réttur.
Aðalrétturinn var „Alvöru piparsteik“ eins og skráð er á matseðlinum með steiktu kartöflusmælki, seljurót, portóbelló sveppi og bjórpiparsósu frábærlega góð. Kjötið var meyrt og óaðfinnanlegt. Aftur á móti fannst okkur gömlu köllunum að piparinn hefði mátt vera aðeins meiri á kjötinu, þetta er jú einu sinni piparsteik. En að sjálfsögðu er jú piparstaukur á borðinu ….
Þá var það eftirrétturinn. Súkkulaði „Lion Bar“.
Þetta var súkkulaðimús með möndlum og hindberjum, toppað með heitri karamellusósu sem hellt var yfir við borðið. Mjög bragðgóður.
Kaffi og súkkulaðiplata. Skemmtilega framborið, kaffið í gömlu góðu hitabrúsunum „ Thermos“sem margir ættu að kannast við. Cappuccino fékk að fljóta með og smakkaðist allt mjög vel.
Þjónustan var látlaus og glaðvær, aldrei of langt í þjóninn. Allir réttir vel útskýrðir með hæfilegum orðaforða. Fagmennska í fyrirrúmi.
Niðurstaða:
Miðað við okkar upplifun er engin furða hversu góða umfjöllun þessi staður hefur fengið í sumar, bæði af íslendingum og ferðamönnum.
Við gengum sælir út í nóttina.
Heimsíða staðarins er : www.matarkjallarinn.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt2 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt5 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni3 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum