Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Málþing KBFÍ 2014: Undirbúningur kominn á fullan skrið

Birting:

þann

Pálmar Þór Hlöðversson

Pálmar Þór Hlöðversson

Undirbúningur fyrir árlegt málþing Kaffibarþjónafélags Íslands er komið á skrið. Verður málþingið, sem ber undirtitilinn „Kaffi og aðrar lystisemdir“, haldið í Hörpu báða dagana sem Kaffihátíðin stendur yfir 21. og 22. febrúar nk. Viðburðurinn verður með öðru sniði en fyrri ár, en takmarkaður sætafjöldi verður í boði, að því er fram kemur á vef KBFÍ.

Þegar hafa nokkrir fyrirlesarar verið staðfestir: Ólafur Örn Ólafsson, vínspekúlant með meiru; Eirný Sigurðardóttir, Slow Food frömuður og eigandi sælkeraverslunarinnar Búrið og Omnom Chocolate-teymið verður með fræðslu um súkkulaðigerð. Einnig hafa kaffibarþjónarnir Pálmar Þór Hlöðversson og Tumi Ferrer, sem báðir hafa hlotið titilinn Íslandsmeistari kaffibarþjóna, verið staðfestir.

Málþingið verður hið þriðja á jafnmörgum árum sem KBFÍ stendur fyrir eða tekur þátt í.  Fyrsta málþingið, „Hinir ólíku vegir til kaffibollans“ var haldið árið 2012 af Hrönn Snæbjörnsdóttur, þá meistaranema í hagnýtri menningarmiðlun við HÍ, en hún hefur einnig bakgrunn sem kaffibarþjónn og meðlimur í stjórn KBFÍ.

Upplýsingar um skráningu og miðaverð liggja fyrir á næstu dögum en nánari upplýsingar er hægt að lesa á vef KBFÍ hér.

 

Mynd: kaffibarthjonafelag.is

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið