Markaðurinn
Loch Lomond – Spirit of the Open
Karl K Karlsson er söluaðili Loch Lomond viskí sem er opinber styrktaraðili Opna breska meistaramótsins í golfi til næstu fimm ára. Þessi margverðlaunaða og sjálfstæða viskígerð býður upp á fjölbreytta línu af óblönduðu maltviskí sem ganga undir heitinu „Spirit of the Open“.
Opna breska meistaramótið, sem einnig er þekkt sem Hið eina (e. The One) er alþjóðlegasta stórmótið í golfi í heiminum í dag og fara undankeppnir fyrir mótið fram í 5 heimsálfum. Lokamótinu er sjónvarpað inn á yfir 600 milljón heimili og fer útsending fram í yfir 200 löndum. Mótið fer nú fram í 147. skiptið, dagana 15. – 22. júlí 2018 á Carnoustie vellinum í Skotlandi.
Viskí og golf eru tvær af þekktustu afurðum Skotlands og er sterk tenging á milli þessara tveggja, og sýna kannanir að margir golfáhugamenn eru einnig hrifnir af viskí. Sem hluti af þessu samstarfi býður Loch Lomond upp á fjölbreytta línu af hágæða golftengdum varningi, sem og viðhafnarútgáfu af óblönduðu maltvíski í takmörkuðu upplagi. Það ætti því að vera að nægu að taka fyrir bæði golfáhugamenn og viskíunnendur.
Sérlegur sendiherra Loch Lomond vískí er golfgoðsögnin Colin Montgomerie. Montgomerie vann 52 mót á atvinnumannaferlinum og í yfir sjö ár samfleitt (1993 – 2000) var hann fremsti golfari Evrópu.
Í dag starfar Montgomerie með Loch Lomond við að kynna vörulínu fyrirtækisins á heimsvísu, þar með talið tvær viskítegundir sem gefnar eru út í takmörkuðu upplagi; önnur var sköpuð til heiðurs 147. Opna sem fram fer á Carnoustie og hin er Single Cask sem ber nafn Montgomerie.
Um samstarfið sagði Montgomerie:
„Ég hef verið unnandi skoskra einmöltunga í langan tíma og því er ég himinlifandi með að vinna með Loch Lomond sem hafa sýnt mikla ástríðu og áhuga fyrir að framleiða hágæða viskí. Sem stoltur Skoti veit ég að Skotland er heimsþekkt fyrir bæði viskíið okkar og framúrskarandi golfvelli.
Ég hef mikla ástríðu fyrir að segja sögu beggja og ég var virkilega hrifinn af gæðum, frumleika og fjölbreytileika bragðsins af óblandaða maltviskíinu frá Loch Lomond.“
Til að fá nánari upplýsingar um þetta vörumerki og hvaða möguleika það býður upp á, ekki hika við hafa samband við Valgarð hjá Karli K Karlssyni – [email protected]
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt1 dagur síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti