Vertu memm

Freisting

Leitað hjá þremur heildsölum

Birting:

þann

Tvær matvöruverslanir, Bónus og Krónan, og þrjár heildsölur – Innnes, Íslensk Ameríska og Ó. Johnson og Kaaber, fengu heimsókn frá Samkeppniseftirlitinu í morgun. Húsleitin var gerð vegna rannsóknar á meintu ólöglegu samráði smásöluverslana og byrgja.

Í hádegisfréttum Útvarpsins var greint frá því að Samkeppniseftirlitið hefði gert húsleit í höfuðstöðvum Bónus og Krónunnar. Í tilkynningu sem Samkeppniseftirlitið sendi frá sér kom hins vegar fram að einnig hefði verið leitað hjá þremur heildsölum, en ekki var greint frá því hverjar það væru. Fréttastofa hefur fengið staðfest að heildsölurnar eru Innnes, Íslensk Ameríska og Ó. Johnson og Kaaber, en öll þessi fyrirtæki flytja inn og selja töluvert af matvælum. Tekin voru afrit af tölvugögnum í öllum fyrirtækjunum.

Magnús Óli Ólafsson framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Innnes sagði í samtali við fréttastofu í dag að fyrirtækið teldi sig ekki hafa brotið nein samkeppnislög og að það hefði ekkert að fela. Samkeppniseftirlitið hefði fengið þau gögn sem beðið var um greiðlega. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn hinna heildsalanna í dag. 

Í tilkynningunni frá Samkeppniseftirlitinu kemur fram að til grundvallar aðgerðunum liggi upplýsingar sem Samkeppniseftirlitinu hafi borist og aflað hafi verið frá einstaklingum og fyrirtækjum í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um matvörumarkaðinn. Allmargir hafi brugðist við hvatningu eftirlitsins frá fyrsta nóvember um að koma upplýsingum um brot á samkeppnislögum á framfæri við eftirlitið. Þá kemur einnig fram að rannsóknin beinist einkum að ætluðum brotum á tíundu grein samkeppnislaga, þ.e. hugsanlegu ólögmætu samráði smásöluaðila og birgja.

Rannsóknin bætist við aðrar athuganir sem nú standa yfir. Samkeppniseftirlitið mun hraða nýhafinni rannsókn eftir því sem kostur er, en ljóst er að athugunin er viðamikil og að nokkurn tíma mun taka að greina þau gögn sem aflað hefur verið.

Eftirlitið vekur síðan athygli á því að það geti samkvæmt lögum fallið frá sektarákvörðun hafi fyrirtæki verið fyrst til að láta því í té upplýsingar um ólögmætt samráð. Einnig sé heimilt að lækka sektir ef fyrirtæki liðsinna eftirlitinu með því að veita mikilvæg sönnunargögn.

Loks kemur fram að á þessu stigi gefi Samkeppniseftirlitið ekki frekari upplýsingar um rannsóknina. Páll Gunnar Pálsson forstjóri eftirlitsins svaraði ekki skilaboðum fréttastofu í dag.

Hlusta á hádegisfréttir RUV hér

Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins

[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið