Freisting
Leitað hjá þremur heildsölum

Tvær matvöruverslanir, Bónus og Krónan, og þrjár heildsölur – Innnes, Íslensk Ameríska og Ó. Johnson og Kaaber, fengu heimsókn frá Samkeppniseftirlitinu í morgun. Húsleitin var gerð vegna rannsóknar á meintu ólöglegu samráði smásöluverslana og byrgja.
Í hádegisfréttum Útvarpsins var greint frá því að Samkeppniseftirlitið hefði gert húsleit í höfuðstöðvum Bónus og Krónunnar. Í tilkynningu sem Samkeppniseftirlitið sendi frá sér kom hins vegar fram að einnig hefði verið leitað hjá þremur heildsölum, en ekki var greint frá því hverjar það væru. Fréttastofa hefur fengið staðfest að heildsölurnar eru Innnes, Íslensk Ameríska og Ó. Johnson og Kaaber, en öll þessi fyrirtæki flytja inn og selja töluvert af matvælum. Tekin voru afrit af tölvugögnum í öllum fyrirtækjunum.
Magnús Óli Ólafsson framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Innnes sagði í samtali við fréttastofu í dag að fyrirtækið teldi sig ekki hafa brotið nein samkeppnislög og að það hefði ekkert að fela. Samkeppniseftirlitið hefði fengið þau gögn sem beðið var um greiðlega. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn hinna heildsalanna í dag.
Í tilkynningunni frá Samkeppniseftirlitinu kemur fram að til grundvallar aðgerðunum liggi upplýsingar sem Samkeppniseftirlitinu hafi borist og aflað hafi verið frá einstaklingum og fyrirtækjum í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um matvörumarkaðinn. Allmargir hafi brugðist við hvatningu eftirlitsins frá fyrsta nóvember um að koma upplýsingum um brot á samkeppnislögum á framfæri við eftirlitið. Þá kemur einnig fram að rannsóknin beinist einkum að ætluðum brotum á tíundu grein samkeppnislaga, þ.e. hugsanlegu ólögmætu samráði smásöluaðila og birgja.
Rannsóknin bætist við aðrar athuganir sem nú standa yfir. Samkeppniseftirlitið mun hraða nýhafinni rannsókn eftir því sem kostur er, en ljóst er að athugunin er viðamikil og að nokkurn tíma mun taka að greina þau gögn sem aflað hefur verið.
Eftirlitið vekur síðan athygli á því að það geti samkvæmt lögum fallið frá sektarákvörðun hafi fyrirtæki verið fyrst til að láta því í té upplýsingar um ólögmætt samráð. Einnig sé heimilt að lækka sektir ef fyrirtæki liðsinna eftirlitinu með því að veita mikilvæg sönnunargögn.
Loks kemur fram að á þessu stigi gefi Samkeppniseftirlitið ekki frekari upplýsingar um rannsóknina. Páll Gunnar Pálsson forstjóri eftirlitsins svaraði ekki skilaboðum fréttastofu í dag.
Hlusta á hádegisfréttir RUV hér
Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn4 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Keppni2 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni





