Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Le KocK opnar í miðbænum
Veitingastaðurinn Le KocK opnaði með pomp og prakt á Menningarnótt. Le KocK staðirnir eru þá orðnir tveir talsins, við Ármúla 42 og á Naustareit við Tryggvagötu 14. Sömu eigendur reka einnig bakaríið og beygluhúsið DEIG sem staðsett er við Seljabraut 54 í Breiðholtinu.
Eigendur Le KocK og DEIG eru Karl Óskar Smárason, Knútur Hreiðarsson og Markús Ingi Guðnason.

Markús Ingi Guðnason, Karl Óskar Smárason og Knútur Hreiðarsson.
17. júlí s.l. var þessi mynd birt á facebook síðu Le KocK með eftirfarandi texta:
Í dag er liðið 1 ár frá því að við opnuðum Le KocK í Ármúla 42.
Ef þið hugsið út í það, þá þýðir það að 3 kokkum á Íslandi tókst það að ekki búa til grænar olíur, týna illgresi í vegköntum og mauka hinar ýmsu tegundir af grænmeti í heilt ár. Hinsvegar höfum við steikt fjall af kleinuhringjum, farið í gegnum lítil 13 tonn af kartöflum og enginn veit hversu marga hamborgara. Við myndum ekki skipta því út fyrir neitt annað.
Við viljum þakka viðskiptavinum okkar og starfsfólki fyrir magnað ár, án ykkar allra væri Le KocK ekki til og heimurinn aðeins verri staður fyrir vikið.
Myndir: facebook / Le KocK
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn1 dagur síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Markaðurinn2 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins







