Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Le KocK opnar í miðbænum
Veitingastaðurinn Le KocK opnaði með pomp og prakt á Menningarnótt. Le KocK staðirnir eru þá orðnir tveir talsins, við Ármúla 42 og á Naustareit við Tryggvagötu 14. Sömu eigendur reka einnig bakaríið og beygluhúsið DEIG sem staðsett er við Seljabraut 54 í Breiðholtinu.
Eigendur Le KocK og DEIG eru Karl Óskar Smárason, Knútur Hreiðarsson og Markús Ingi Guðnason.

Markús Ingi Guðnason, Karl Óskar Smárason og Knútur Hreiðarsson.
17. júlí s.l. var þessi mynd birt á facebook síðu Le KocK með eftirfarandi texta:
Í dag er liðið 1 ár frá því að við opnuðum Le KocK í Ármúla 42.
Ef þið hugsið út í það, þá þýðir það að 3 kokkum á Íslandi tókst það að ekki búa til grænar olíur, týna illgresi í vegköntum og mauka hinar ýmsu tegundir af grænmeti í heilt ár. Hinsvegar höfum við steikt fjall af kleinuhringjum, farið í gegnum lítil 13 tonn af kartöflum og enginn veit hversu marga hamborgara. Við myndum ekki skipta því út fyrir neitt annað.
Við viljum þakka viðskiptavinum okkar og starfsfólki fyrir magnað ár, án ykkar allra væri Le KocK ekki til og heimurinn aðeins verri staður fyrir vikið.
Myndir: facebook / Le KocK

-
Keppni2 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt4 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Kælivagn til leigu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Íslandsmót barþjóna16 klukkustundir síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata