Vertu memm

Markaðurinn

Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars

Birting:

þann

Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars

Ítalski kaffiframleiðandinn Lavazza snýr aftur sem samstarfsaðili HönnunarMars sem fer fram dagana 2.-6. apríl. Í ár hefur Lavazza einnig leitt hesta sína saman við listakonuna Maríu Guðjohnsen, en hún sérhæfir sig í þrívíddarhönnun og new media list. Hún hefur áður unnið með vörumerkjum á borð við Dolce & Gabbana, Gucci, Adidas og Jägermeister. Þetta er í fyrsta sinn sem viðfangsefni í verki hennar er kaffi.

Lavazza var stofnað í Torínó á Ítalíu árið 1895 og er í dag einn helsti kaffiframleiðandi í heimi. Lavazza er þekkt fyrir hágæða kaffi­blönd­ur ásamt sam­fé­lags­legri ábyrgð og sjálf­bærni inn­an kaffiiðnaðar­ins, en Lavazza er mjög virkur þátttakandi í sínu nærumhverfi, hvort sem varðar stuðning við listir, íþróttir eða kaffibændur.

Lavazza á langvarandi samband við list og hönnun, allt frá listrænni ljósmyndun til vöruhönnunar. En Lavazza telur kjarna vörumerkisins verði að tjá með list og fegurð, enda sé kaffigerð listform út af fyrir sig.

Í gegnum tíðina hefur Lavazza unnið með ýmsum listamönnum svo sem Helmut Newton, David LaChapelle, Annie Leibovitz, Elliott Erwitt og Erwin Olaf, ásamt því að eiga í samstarfi við Guggenheim safnið í New York, Triennale í Mílanó og VELA í Feneyjum, svo eitthvað sé nefnt. Lavazza telur tengingu við list, og upphefð ungra listamanna mikilvæga, hvort sem á við sem tjáningarform fyrir sýn vörumerkisins eða mikilvægi listar fyrir samfélagið sjálft.

Lavazza heldur því áratugalöngu ástarsambandi við listina áfram, nú á Íslandi.

María hefur einstaka sýn og túlkar þema hátíðarinnar uppruni í verkinu Rætur og rennsli. Verkið er margþætt, en það er útfært sem gagnvirkt (AR) vegglistaverk á gafli Laugavegs 3 og videoverk. María kafar abstrakt inn í umbreytingu kaffis; frá uppruna þess sem hráefni af jörðu, til fljótandi orku.

Í hringiðu hversdagsins gleymist að staldra við og huga að því hvað liggur að baki þessa staðfasta drykks sem leikur svo stórt hlutverk aukaleikara í okkar daglega lífi. María losar sig við hefðbundna framsetningu og tjáir ferlið í gegnum áferð, hreyfingu og flæðandi form.

Samstarfið er frumsýnt á DesignTalks í Hörpu miðvikudaginn 2. apríl, en þar verður Lavazza með pop-up kaffibar og sérhannaðan og framandi HönnunarMars kaffidrykk, auk innsetningar með verki Maríu. Verkið er gagnvirkt og verður hægt að sjá það vakna til lífsins með auknum veruleika (e. Augmented reality) sem virkjaður er með snjallsíma.

Innsetningin flytur svo í Smáralindina það sem eftir varir af hátíðinni, en kaffibarþjónar Lavazza munu bjóða gestum og gangandi upp á ilmandi kaffi auk HönnunarMarsdrykksins í Lavazzabúðinni í Hagkaup í Smáralind helgina 5. og 6. apríl frá kl. 12-15:30.

English

Italian coffee producer Lavazza continues its partnership with DesignMarch, April 2nd-6th. This year, Lavazza has also partnered with local artist María Guðjohnsen, who specialises in 3D and new media art. María has previously worked with brands such as Dolce & Gabbana, Gucci, Adidas and Jägermeister. This is her first time working with coffee as a subject.

Lavazza was founded in Torino, Italy in 1895 and is one of the world’s largest coffee producers. Lavazza is known for its high-quality coffee blends as well as their commitment to social responsibility and sustainability within the coffee industry. The brand is an active participant within its markets, whether it’s supporting the arts, sports, or coffee farmers.

Lavazza has a longstanding relationship with art and design, from creative photography to product design. Lavazza believes the essence of the brand can only be captured through art and beauty, as coffee blending is an artform by itself.

Throughout the years, Lavazza has worked with artist such as Helmut Newton, David LaChapelle, Annie Leibovitz, Elliott Erwitt and Erwin Olaf, as well as partnering with Guggenheim in New York, Triennale in Milano, and VELA in Venice. Lavazza believes a connection to the arts and the empowerment of young artists, immensely important, whether it is to communicate the brand’s vision or the importance of art to society. Lavazza continues it decades long love affair with art, now in Iceland.

María has a unique vision and interprets the festival’s theme the source in her work Roots and Flow. The piece is multifaceted and is presented as an interactive (AR) mural at Laugavegur 3, as a paper take-away cup and digital video.

With an abstract approach, María dives into the storytelling of coffee; from a raw material to liquid energy. In the volatility of everyday life, we forget to stop and consider what lies behind this abiding drink that plays such a major supporting role in our daily lives. Free from conventional representation, María expresses the process through texture, movement and flow.

The collaboration debuts at DesignTalks in Harpa, Wednesday April 2nd where Lavazza operates a pop-up coffee bar with a special DesignMarch coffee drink, as well as an installation of María’s piece. The piece is interactive through augmented reality, which is activated with a smartphone.

The installation then moves to Smáralind shopping mall where Lavazza baristas will offer visitors the DesignMarch drink and conventional coffee drinks in the Lavazza flagship store in Hagkaup Smáralind April 5th and 6th from 12-15:30.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið smari@veitingageirinn.is Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið

Veitingageirinn.is - Allt um veitingageirann - Fréttavefur um mat og vín - Netfang: frettir@veitingageirinn.is
RSS - Molar