Pistlar
Lávarðadeild KM – Ferð um Snæfellsnes – Myndir
Um tuttugu manna hópur, flestir stofnendur Klúbbs Matreiðslumeistara sem var stofnaður 16 nóvember 1972 byrjaði að hittast reglulega fyrir um fjórum árum. En þá hafði Ib Wessmann sem er guðfaðir klúbbsins, og býr í Noregi komið í heimsókn og kallað gömlu félagana saman. Einn úr hópnum sér að mestu um að halda hópnum saman og senda út fundarboð, skipuleggja fræðsluferðir í góðri samvinnu með hinum í hópnum og sjá um peningamálin.
Við hittumst fyrsta mánudag í mánuði kl 15:00 á Veitingahúsinu Laugaás, nema júní, júlí og ágúst. Á boðstólnum er kaffi og kökur sem er í boði Laugaáss. Við borgum lítilsháttar í kaffisjóð sem svo er notaður til að borga niður fræðsluferðir. Oftast eru eitt eða tvö málefni tekin fyrir og rædd á hverjum fundi. Þetta eru alltaf málefni tengd matreiðslufaginu svo sem skólamálin, nemamálin, málefni sem lúta að slátrun og framleiðslu matvæla og hvað er að gerast í veitingabransanum, málefni varðandi Alheimssamtök Matreiðslumanna og ekki síst málefni Klúbbs Matreiðslumeistara.
Stundum hafa verið gestir, svo sem formaður Matvís og formaður Samtaka Sauðfjárbænda og kennari í Hótel-, og matvælaskólanum. Þá fara félagarnir í eina eða tvær svokallaðar fræðsluferðir á ári og skoða fyrirtæki tengd matvælaiðnaðinum. Við höfum heimsótt félaga okkar á Norðurlandi, Vestmanneyjar, stór sláturhús, heimasláturhús, krydd fyrirtæki, bakarí, fiskvinnslur, kjötvinnslur og stóreldhús.
Við leigjum 17 manna bíl og einn okkar keyrir. Allstaðar þar sem við förum, erum við klæddir í kokkajakka og viljum fá myndir af okkur með forráðamönnum þeirra sem við heimsækjum sérstaklega.
Í síðustu viku fórum við 9 úr hópnum í ferð á Snæfellsnes.
Lagt var á stað klukkan 09:00 og ekið sem leið liggur á Stykkishólm. Heimsóttum Símon M. Sturluson sem ræktar bláskel í Breiðafirði. Hann tók okkur út á fjörð á fiskibát sínum, setti út sköfu, togaði í nokkrar mínútur og við fengum að smakka hörpuskel beint úr tærum firðinum með súp af hvítvíni sem við höfðum með okkur. Hann útskýrði fyrir okkur skelvinnsluna og sýndi okkur hvar nokkrar fuglategundir halda til í hólma rétt hjá.
Sumir úr hópnum hafa verslað bláskel frá honum um langa tíð með miklum ágætum. Algerlega frábær upplifun. Beint úr bátnum fórum við í Sjávarpakkhúsið þar sem flestir fengu sér fiskisúpu en sumir fiskborgara. Staðurinn var fullur af ferðamönnum sem greinilega höfðu mikið gaman af að sjá alla þessa kokka í kokkajökkum. Margir þurftu að fá að taka mynd með okkur. Því næst var farið á Fosshótelið á Stykkishólmi og menn fengu sín herbergi. Um klukkan 18:00 hittust flestir á barnum og fengu sér einn drykk.
Síðan var farið í Narfeyrarstofu þar sem við áttum pantað borð. Þar ríkir matreiðslumeistarinn Sæþór Þorbergsson og kona hans Steinunn Helgadóttir, með miklum ágætum. Staðurinn er einstaklega vinalegur og greinilega nostrað við alla hluti. Við fengum fyrst blandaðan forrétt sem samanstóð af sterkreyktu, þurrkuðu ærkjöti og pönnusteiktri hörpusel, beint úr firðinum. Þetta var borið fram á trjágreinum sem höfðu verið skornar úr vinarbæjarjólatré síðasta árs. Því næst kom steiktur lambavöðvi borin fram með grænmeti og frábærri sósu. Þá kom eftirréttur lagaður úr skyri og osti. Algerlega frábær máltíð með ljúfu víni. Sæþór kom svo og eyddi með okkur smá tíma og sagði sögu hússins og þeirra hjóna þarna en þau hjón eru gallharðir heimamenn. Frábær matur og þjónusta í alla staði.
Gist á hótelinu um nóttina, góður morgunverður og svo lagt á stað til að skoða Sjávariðjuna á Rifi. Sjávariðjan er fjölskyldufyrirtæki sem er sérlega tæknivætt. Þar sýndi Alexander F. Kristinsson okkur alla aðstöðu sem að mati okkar er ein tæknivæddasta í fiskvinnslu á landinu. Þarna er fiskskurðarvél sem tekur þrívíddarmynd af hverju einasta flaki og sker síðan með þrýstivatni eftir fyrirskipun frá tölvu. Þvílík snilld.
Hann útskýrði einnig fyrir hópnum allan ferilinn sem fiskurinn fer í gegnum. Síðan útskýrði hann aðstöðu fiskvinnslu þessa dagana og margt sérlaga áhugavert um fyrirtækið. Boðið uppá kaffi og heimabakaðar kleinur. Sérlega áhugavert að hlusta og læra.
Þá var ekið fyrir Jökul, stansað og heilsað upp á kollega, haldið áfram og stoppað og borðaður hádegisverður og aftur stansað í bakaríi í Borganesi og fengið sér kaffi og vínarbrauð. Ekið í bæinn.
Myndir tók Guðjón Þór Steinsson matreiðslumeistari.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt1 dagur síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi