Freisting
Lækkun virðisaukaskatts á veitingar og gistingu
Sem kunnugt er lækkaði virðisaukaskattur á veitingaþjónustu úr 24.5% í 7% og á sama tíma féll niður endurgreiðsla sem veitingastaðir hafa fengið í mörg ár til að jafna stöðu sína við verslanir og fleiri fyrirtæki sem selja tilbúinn mat.
Miklar umræður voru um þessa breytingu innan SAF enda hafa samtökin barist fyrir henni í áraraðir. Þessi lækkun var því fagnaðarefni og gott tækifæri fyrir veitingamenn. Ennfremur hafa verið mikil viðbrögð erlendis þar sem veitingamenn berjast víða fyrir lækkun virðisaukaskatts. Það var strax ljóst að mikill fjöldi veitingamanna innan Samtaka ferðaþjónustunnar lækkaði verð á matseðlum sínum þann 1. mars enda höfðu samtökin hvatt mjög til þess og sent út gögn sem hjálpuðu til þess að finna út lækkunina enda um nokkurn útreikning að ræða vegna endurgreiðslunnar sem var mjög misjöfn milli fyrirtækja þar sem hún byggði á hráefnisnotkun.
Nú hefur Neytendastofa sent frá sér skýrslu um verðbreytingar á veitingaþjónustu en stjórnvöld höfðu falið henni að hafa eftirlit með því hvort verð á veitinga- og gistihúsum lækkaði til samræmis við lækkunina á virðisaukaskatti.
Neytendastofa aflaði sér gagna um verð hjá 84 veitingastöðum um land allt bæði fyrir og eftir skattabreytingu. Þegar verð á matseðlum veitingahúsanna í lok mars voru borin saman við verð á matseðlum sem í gildi voru fyrir skattabreytingu kemur í ljós að verð hafði lækkað hjá 46% veitingahúsa en staðið í stað eða hækkað hjá 54% fyrirtækjanna sem könnunin tók til. Þess má geta að Neytendastofa vinnur nú að könnun á verðlækkun gististaða.
Stjórn SAF ræddi þetta mál á fundi sínum í vikunni og hefur miklar áhyggjur af viðbrögðum þeirra veitingamanna sem ekki lækkuðu verðskrár. Fjölmargir veitingamenn lækkuðu verð á matseðlum sínum en eins og niðurstaða gagnaöflunar Neytendastofu sýnir, létu of margir það ógert. Samstaða í hagsmunamáli þessu eykur trúverðugleika SAF gagnvart stjórnvöldum og mun það til lengri tíma litið gagnast betur en þau skammtímasjónarmið sem ráðið hafa ferðinni hjá mörgum.
Að sönnu hafa orðið kostnaðarhækkanir, sbr. vísutölu Hagstofunnar, sem hefðu að óbreyttu hækkað verð matseðla á einhverjum veitingastöðum en engu að síður skorar stjórn SAF á félagsmenn sína, sem ekki lækkuðu verð þann 1. mars, til þess að endurskoða afstöðu sína en það er þörf á samstöðu í þessu máli.
6.tbl. af fréttabréfi SAF 2007
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10