Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Kvöldstund við Hagatorg | „…Stjórnin byrjaði eiginlega sem húsband í Átthagasal“

Birting:

þann

Hótel Saga - Skrúður

Það var föstudagskvöldið 25. október, sem ég smellti mér inn á Hótel Sögu nánar tiltekið á veitingastaðinn Skrúð, þar sem ég ætlaði að smakka á steikarhlaðborðinu sem staðurinn hefur auglýst í tengslum við tónleika í Háskólabíó, sem er líka við Hagatorg.

Fékk ég mér lambalæri með bökuðum sætkartöflum, grilluðu grænmeti á spjóti og bearnaisesósu í aðalrétt en einnig var í boði svo sem naut, súpa, kræklingur.

Þvílík dásemd og mér til mikillar gleði var bearnaise sósan rétt löguð, en hér áður fyrr var sögubearnaisinn með kjötkrafti út í en þá vissu menn ekki að þegar krafti er bætt út í breytist hún í Foyot sósu.

Fékk ég mér svona bland af eftirréttar borðinu og smakkaðist þetta alveg prýðilega.

Þjónustan var með því betra sem ég hef upplifað í áðurnefndum stað og var það glaður maður sem þakkaði fyrir sig og tók kúrsinn út í Háskólabíó en þar skyldi hlýtt á Stjórnina halda upp á 25 ára afmæli. Fyrir þá sem ekki vita þá byrjaði Stjórnin eiginlega sem húsband í Átthagasal nú Sunnusal á níunda áratugu síðustu aldar og leysti ekki minni spámenn af en sjálfa Lúdó og Stefán.

Kom ég mér fyrir í sæti mínu og beið þess sem verða vildi og ekki frekar en fyrri daginn kom þetta tónlistarfólk manni ekki á óvart.

Þetta voru þeir albestu tónleikar ég hef verið á og stemmingin sem þau náðu, var alveg mögnuð.

Takk fyrir mig Saga og Stjórnin.

 

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið