KM
KM Félagsfundur í Hótel og Matvælaskólanum í Kópavogi
Skapast hefur sú hefð að hafa fyrsta fund vetrastarfs Klúbbs Matreiðslumanna í skólanum í Kópavogi með það að markmiði að efla samstarf og dýpka skilning þessara aðila á hvor öðrum, og var engin undatekning á því nú í haust.
Blásið var í herlúðra og öllu tjaldað sem hægt var en gestir kvöldsins voru stjórn NKF sem hélt fund þessa sömu helgi hér á landi.
Mæting var góð og jók það á ánægjuna að þetta yrði gott kvöld, sem og það reyndist.
Matinn sá skólinn um undir dyggri stjórn Ragnar Wessman og Guðmundar Guðmundssonar og þjónusta undir stjórn Bárðar Guðlaugssonar og Sigmars Péturssonar.
Matseðill kvöldsins var 4. rétta og þema síðsumar á Íslandi, var lagt til grunna matreiðslubók Helgu Sigurðardóttur sem fyrst var gefin út um 1940 og fengu nemendur það verkefni að færa réttina í búning nútímans og verð ég að segja að þarna er skólinn að gera að mínu aliti það sem hann á að einbeita sér að það er að segja grunneldamennsku.
Eftirfarandi matseðill var framborinn:
Bleikjutvenna frá Klaustri:
Grafin bleikjurúlla á strandblöðkubeði með rifsberjum og skyr- súrufroðu og Bleikjustappa með sýrðu fennelsalat og bleikjuhrognum
Reyniberjaseyði með sólberjahlaupi, myntu og stökku rúgbrauði
Hægeldaður lambabógur, skanki og fillet,
bornir fram með smælki frá Eymundi í Vallanesi, sveppum, rótargrænmeti, bláberja – og blóðbergskrydduðum soðgljáa.
Pönnukökulög með gráfíkjum, rabarbara og birkiís
Með kaffinu
Kryddbrauð, ástarpungar og suðusúkkulaðikúlur
Má þar nefna að nemendur fóru og tíndu ber og jurtir bæði í görðum og úti í nattúrunni nálægt Reykjavík.
Hér kemur lýsing á réttunum:
Fyrsti réttur var bleikja á tvo vegu. Annarsvegar vorum við með bleikjurúllu sem var grafin í kerfil og síðan elduð við vægan hita í Rhoner og hinsvegar vorum við með beikju rillé sem var elduð í vacuum poka með olíu og dilli við vægan hita og síðan brotin niður meðgaffli. Með bleikjurúllunni bárum við fram stranblöðku-chiffonade með rifsberjum, alíslenskum spánarkerfil og stökkum brioche teningum og með bleikju rillé-inu gáfum við sýrðan fennil og súru froðu.
Annar réttur var tileinkaður íslenskum berjum, reyniberjaseyði með sólberjahlaupi myntu og stökku rúgbrauði sem var heimabakað af nemendunum.
Aðalrétturinn var að sjálfsögðu lamb sem var var eldað á þrjá vegu, pressaður bógur, langtímaeldaður skanki og hægeldað prime. Með lambinu bárum við fram smælki terrine, og þess má geta að smælkið er lífrænt ræktað af Eymundi í Vallanesi sem ræktar einungis lífrænt grænmeti. Með þessu gáfum við íslenskt rótargrænmeti og bláberja- og blóðbergs soðgljái.
Í dessert vorum við með pönnukökur. Hugmyndin kom útfrá pönnukökunum sem maður fékk frá ömmu sem hún gaf með sultu rjóma og mjólk. Við hinsvegar pressuðum pönukökurnar með gráfíkjum og rabbabara og bárum fram með því birkiís, stökkt haframjöl, þurrkaðan rabbabara og birkifroðu.
Fyrir hönd 3. bekkjar kynntu Davíð Örn og Sæbjörg Rut réttina fyrir gestum
Nú á haustönn eru 22 nemendur í matreiðslu og 6 í framreiðslu sem útskrifast um áramótin og er ánægjulegt að sjá smá fjölgun.
Allir voru í skýjunum yfir framreiðslu og matreiðslu þetta kvöld í skólanum og tek ég heils hugar undir með að þetta kvöld var það allra besta sem ég hef upplifað í skólanum …. ég segi bara til hamingju.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta7 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Frétt3 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?