Markaðurinn
Kjarnafæði og starfsfólk þess fá viðurkenningu á öflugu gæðastarfi
Á 30 ára afmælisári sínu hefur Kjarnafæði og starfsfólk þess fengið viðurkenningu á öflugu gæðastarfi með alþjóðlegri vottun á ISO9001:2008 staðlinum af BSI á Íslandi.
Kjarnafæði er fyrsta matvælafyrirtækið á Íslandi með áherslu á kjötafurðir sem fær þessa vottun. Þessi staðall er þekktastur ISO staðlanna og byggir á öguðum vinnubrögðum í fyrirtækinu og fyrirmyndar þjónustu við viðskiptavini.
Þá hefur einnig verið ákveðið að uppfylla sérstakan matvælastaðal ISO22000 fyrir næstu úttekt á fyrirtækinu eða í nóvember 2015.
Síðustu árin hafa stjórnendur Kjarnafæðis lagt sérstaka áherslu á gæðamál, með virðingu við menn og umhverfi og hefur öll uppbygging glæsilegrar vinnslu fyrirtækisins og uppfærsla tækjabúnaðar tekið mið af því. Umhverfismál eru fyrirtækinu ofarlega í huga og allur úrgangur flokkaður og nýttur áfram eins og kostur er. Unnið hefur verið að jafnréttismálum, vinnuvernd starfsmanna og öryggismálum. Rekjanleiki vöru frá Kjarnafæði er algjör með fullkomnu kerfi frá Marel. Hægt er að rekja hvað varan inniheldur, hvort sem er krydd, grænmeti eða kjöt.
ISO-9001 vottunin felur í sér staðfestingu á vönduðum og faglegum vinnubrögðum starfsmanna Kjarnafæðis. Búið er að greina og staðla alla verkferla fyrirtækisins með það að leiðarljósi að viðskiptavinir geti ætíð treyst því að fá sömu gæðavöruna. Vottunin nær til allrar starfsemi Kjarnafæðis frá vali á birgjum og stýringu á innkaupum til afhendingar vöru og samskipta við viðskiptavini.
Kjarnafæði er að auki með fulla vottun frá Samtökum Iðnaðarins eða A vottun og einnig útflutningsleyfi frá Matvælastofnun samkvæmt evrópsku matvælalöggjöfinni.
Hér er vefslóð sem svarar örlítið hvað ISO er og þá má finna enn frekari upplýsingar hér.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað






