Markaðurinn
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
Matarmarkaður Íslands í samstarfi við Íslenskt lambakjöt leita að þátttakendum í “Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi”. Hversdags matreiðslukeppni á Matarmarkaði Íslands í Hörpu.
Keppni fyrir alla sem elska íslenska lambið hvort sem það eru áhugakokkar og/eða uppteknir foreldrar, ömmur afar, krakkar og kvár. Það er auðvelt að elda lamb.
Við viljum sýna að lambið er fljóteldað og auðvelt þegar réttir bitar eru í boði fyrir neytendur. Korter getur vel dugað til að framreiða hollan, fallegan og góðan lambarétt fyrir fjölskylduna og það má gera mistök – því íslenska lambakjötið fyrirgefur.
Skilgreining á verkefninu:
Einfaldur lambaréttur er eldaður og framreiddur á korteri, eitthvað sem við öll gætum snarað fram á virkum degi. Enda þarf hvorki að vera flókið né tímafrekt að elda íslenskt lambakjöt fyrir sig og sína. Þrír skammtar af lambakjöti eru settir á diska fyrir dómnefnd. Réttirnir geta verið hvernig sem er og sótt innblástur í gömlu og góðu réttina hennar ömmu eða kannski til framandi slóða t.d: Steik, pottréttir, súpur og salöt.
Keppnisreglur:
Hver keppandi/lið getur verið einstaklingur eða tveggja manna lið.
Lagt er upp með að elda rétt sem passar uppteknu nútímafólki í dagsins önn.
Nota skylduhráefni: Lamba “mínútusteik sem eru þunnar sneiðar úr innralæri, kjötið má skera hvernig sem er fyrir eldun.
Nota eldunaráhöld og diska sem keppnishaldari skaffar. Nánar. Keppnisreglur + hráefni + eldunaráhöld
Annað hráefni, grænmeti, krydd, tilbúnar sósur o.fl. vörur koma keppendur sjálfir með.
Grænmeti skal skera innan keppnis tímans.
Elda af ástríðu og gleði á korteri.
Skila 3 skömmtum/diskum til dómara.
Dómarar gefa stig á eftirfarandi hátt:
20% vinnubrögð í eldhúsi, snyrtilegt, skemmtilegt
20% útlit réttarins
60% bragð
Praktískar upplýsingar
Keppnin fer fram 8. mars.
11:30 Mæting keppenda
11:35 Setning
12:00 Fyrra 5 manna holl byrjar að elda
13:00 Seinna 5 manna holl byrjar að elda
13:30 Verðlaunaafhending
*Ath haft verður samband við þau sem veljast í keppni að þessu sinni.
Verðlaun.
-
Verðlaun gjafabréf gisting á Brúnastöðum fyrir alla fjölskylduna í 2 nætur & sauðfjárdagatöl Karólínu í Hvammshlíð
Þátttökuverðlaun, vörur af markaðnum & sauðfjárdagatöl Karólínu í Hvammshlíð.
Dómnefnd.
Björn Skúlason eiginmaður forseta
Shruthi Basappa matarblaðamaður og arkitekt
Tjörvi Bjarnason eigandi Matlands
Sævar Helgi Bragason / “Stjörnu-Sævar”

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Frétt4 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Dublin meets Reykjavík: Ertu tilbúinn í bragðsprengju?