Vertu memm

Markaðurinn

Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.

Birting:

þann

Lambakjöt

Matarmarkaður Íslands í samstarfi við Íslenskt lambakjöt leita að þátttakendum í “Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi”. Hversdags matreiðslukeppni á Matarmarkaði Íslands í Hörpu.

Keppni fyrir alla sem elska íslenska lambið hvort sem það eru áhugakokkar og/eða uppteknir foreldrar, ömmur afar, krakkar og kvár. Það er  auðvelt að elda lamb.

Við viljum sýna að lambið er fljóteldað og auðvelt þegar réttir bitar eru í boði fyrir neytendur. Korter getur vel dugað til að framreiða hollan, fallegan og góðan lambarétt fyrir fjölskylduna og það má gera mistök – því íslenska lambakjötið fyrirgefur.

Skilgreining á verkefninu: 

Einfaldur lambaréttur er eldaður og framreiddur á korteri, eitthvað sem við öll gætum snarað fram á virkum degi. Enda þarf hvorki að vera flókið né tímafrekt að elda íslenskt lambakjöt fyrir sig og sína. Þrír skammtar af lambakjöti eru settir á diska fyrir dómnefnd. Réttirnir geta verið hvernig sem er og sótt innblástur í gömlu og góðu réttina hennar ömmu eða kannski til framandi slóða t.d: Steik, pottréttir, súpur og salöt.

Keppnisreglur:

Hver keppandi/lið getur verið einstaklingur eða tveggja manna lið.

Lagt er upp með að elda rétt sem passar uppteknu nútímafólki í dagsins önn.

Nota skylduhráefni: Lamba “mínútusteik sem eru þunnar sneiðar úr innralæri, kjötið má skera hvernig sem er fyrir eldun.

Nota eldunaráhöld og diska sem keppnishaldari skaffar. Nánar. Keppnisreglur + hráefni + eldunaráhöld

Annað hráefni, grænmeti, krydd, tilbúnar sósur o.fl. vörur koma keppendur sjálfir með.

Grænmeti skal skera innan keppnis tímans.

Elda af ástríðu og gleði á korteri.

Skila 3 skömmtum/diskum til dómara.

Dómarar gefa stig á eftirfarandi hátt:

20% vinnubrögð í eldhúsi, snyrtilegt, skemmtilegt

20% útlit réttarins

60% bragð

Praktískar upplýsingar

Keppnin fer fram  8. mars.

11:30 Mæting keppenda

11:35 Setning

12:00 Fyrra 5 manna holl byrjar að elda

13:00 Seinna 5 manna holl byrjar að elda

13:30 Verðlaunaafhending

Skráning hér.

*Ath haft verður samband við þau sem veljast í keppni að þessu sinni.

Verðlaun. 

  1. Verðlaun gjafabréf gisting á Brúnastöðum fyrir alla fjölskylduna í 2 nætur & sauðfjárdagatöl Karólínu í Hvammshlíð

Þátttökuverðlaun, vörur af markaðnum & sauðfjárdagatöl Karólínu í Hvammshlíð.

Dómnefnd. 

Björn Skúlason eiginmaður forseta

Shruthi Basappa matarblaðamaður og arkitekt

Tjörvi Bjarnason eigandi Matlands

Sævar Helgi Bragason / “Stjörnu-Sævar”

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið