Frétt
KEA kaupir Norðurlyst og sameinar við Prís
KEA hefur keypt allt hlutafé í Lostæti-Norðurlyst ehf. en það er dótturfélag Lostætis Akureyrar ehf. sem er í eigu hjónanna Valmundar Árnasonar matreiðslumeistara og Ingibjargar Ringsted viðskiptafræðings. Lostæti-Norðurlyst er eitt öflugasta veitingaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi sem m.a. rekur veitinga- og veisluþjónustu auk fjölda mötuneyta í skólum og fyrirtækjum á Akureyri og nágrenni. Lostæti Akureyri ehf. mun áfram sem hingað til reka veitingaþjónustu og handverksbakarí á Austurlandi.
Samhliða þessum kaupum hefur KEA náð samkomulagi við eigendur Prís ehf. um sameiningu félaganna og mun KEA eiga 40% eignarhlut í sameinuðu félagi.
Prís rekur veitingaþjónustu, veitingastað í Hrísalundi á Akureyri sem og Kaffi Torg á Glerártorgi á Akureyri og er í eigu hjónanna Regínu Gunnarsdóttur og Rúnars Sigursteinssonar. Áætluð sameiginleg velta félaganna er rúmlega 500 milljónir króna og hjá þeim vinna alls um 60 manns í um 40 stöðugildum. Framkvæmdastjóri sameinaðs félags verður Regína Margrét Gunnarsdóttir.
Markmiðið er að efla félagið og stækka það enn frekar bæði með innri og ytri vexti.
Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA, segir að um áhugaverða fjárfestingu sé að ræða. Lostæti-Norðurlyst og Prís hafa byggt upp öfluga þjónustu og gott orðspor í veitingaþjónustu sinni, að því er fram kemur á heimasíðu Kea. Sameinað félag þjónustar fjölmarga bæjarbúa á degi hverjum og hefur fjölmarga möguleika til vaxtar í framtíðinni.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt3 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni1 dagur síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Frétt4 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025