Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Kaupa vínframleiðanda á 1850 milljarða

Birting:

þann

vin_raudvin_glasJapanska félagið Suntory Holdings hefur gert tilboð í bandaríska brugghúsið Jim Beam fyrir 16 milljarða Bandaríkjadali, eða um 1850 milljarða íslenskra króna. Það er rífleg landsframleiðsla Íslands. Kaupin myndu leiða til þriðja stærsta vínframleiðanda í heimi.

Suntory er þekkt fyrir viskítegundirnar Yamazaki, Hakushu, Hibiki og Kakubin og Bowmore Sctch auk Midori líkjörsins. Meðal tegunda sem Jim Beam framleiðir eru Sauza tekíla, Courvoisier koníak og Teacher’s viskí, að því er fram kemur á mbl.is.

Heildvelta sameinaðs félags verður um 4,3 milljarðar dala, en í tilkynningu frá félaginu segir að horft sé til þess að gera sameinað félag að stóru sölufyrirtæki á heimsmælikvarða. Þau höfðu áður verið í samstarfi þar sem Jim Beam sá um dreifingu á Suntory vörum í suðurhluta Asíu og Suntory dreifði vörum Jim Beam í Japan, segir að lokum á mbl.is.

Mynd: af netinu

/Smári

twitter og instagram icon

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið