Vín, drykkir og keppni
Kaupa vínframleiðanda á 1850 milljarða
Japanska félagið Suntory Holdings hefur gert tilboð í bandaríska brugghúsið Jim Beam fyrir 16 milljarða Bandaríkjadali, eða um 1850 milljarða íslenskra króna. Það er rífleg landsframleiðsla Íslands. Kaupin myndu leiða til þriðja stærsta vínframleiðanda í heimi.
Suntory er þekkt fyrir viskítegundirnar Yamazaki, Hakushu, Hibiki og Kakubin og Bowmore Sctch auk Midori líkjörsins. Meðal tegunda sem Jim Beam framleiðir eru Sauza tekíla, Courvoisier koníak og Teacher’s viskí, að því er fram kemur á mbl.is.
Heildvelta sameinaðs félags verður um 4,3 milljarðar dala, en í tilkynningu frá félaginu segir að horft sé til þess að gera sameinað félag að stóru sölufyrirtæki á heimsmælikvarða. Þau höfðu áður verið í samstarfi þar sem Jim Beam sá um dreifingu á Suntory vörum í suðurhluta Asíu og Suntory dreifði vörum Jim Beam í Japan, segir að lokum á mbl.is.
Mynd: af netinu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Okkar þjónusta, þín uppskera – myndir frá Ekrunni á Stóreldhúsasýningunni
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland í 5. sæti á HM
-
Keppni3 dagar síðan
Klúbbur matreiðslumeistara kynnir nýtt Kokkalandslið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vel heppnað Sumac PopUp á LYST á Akureyri – Reynir: Þetta gekk ótrúlega vel. Það var allt uppbókað og mjög góð sætanýting…. – Myndaveisla
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Umsókn um nám í framreiðslu, kjötiðn, matartækni og matreiðslu á vorönn 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lambasnitsel í raspi og margir girnilegir réttir á mánaðartilboði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðarstemmning hjá Innnes á Stóreldhúsinu – Myndaveisla