Vertu memm

Freisting

Kartöfluveitingastaður og dverghöfrungar í Þykkvabæjarskóla

Birting:

þann

Ferðaþjónustuaðilar í Rangárþingi ytra hafa velt upp þeim möguleika við sveitarstjóra að gera húsnæði grunnskólans í Þykkvabæ að miðstöð fyrir ferðamenn. Hugmyndirnar snúast meðal annars um að opna þar kartöfluveitingastað og hanna ker fyrir dverghöfrunga.

Örn Þórðarson, sveitarstjóri, segist spenntur fyrir þeim hugmyndum um að auka starfsemi í Þykkvabæjarskóla og um leið laða að fleiri ferðamenn á svæðið. Frá því kennsla í skólanum fluttist á Hellu hefur húsnæðið að mestu staðið autt, að undanskildum fáeinum menningaruppákomum og leikjanámskeiðum yfir sumartímann.

„Hægt væri að fjölga möguleikum fyrir ferðamenn með því að vera með ýmsar uppákomur í Þykkvabæjarskóla. Hvort sem það eru ráðstefnur, kvöldvökur eða eitthvað tengt svæðinu,“ segir Örn en vill ekki upplýsa hvaða ferðaþjónustuaðilar hafa sýnt verkefninu áhuga.

„Sumar hugmyndanna eru vissulega nokkuð djarfar og skemmtilegar, eins og að opna kartöfluveitingastað. Slíkir staðir þekkjast þó víða erlendis og upplagt að láta reyna á slíkt í Þykkvabænum. Síðan er önnur hugmyndin að breyta stórri gryfju í húsinu í búr fyrir dverghöfrunga til að svamla um,“ segir Örn og vonast til að geta útfært hugmyndirnar í samráði við ferðaþjónustuaðila.

Greint frá á Sudurland.is

[email protected]

Auglýsingapláss

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið