Freisting
Kartöfluveitingastaður og dverghöfrungar í Þykkvabæjarskóla
Ferðaþjónustuaðilar í Rangárþingi ytra hafa velt upp þeim möguleika við sveitarstjóra að gera húsnæði grunnskólans í Þykkvabæ að miðstöð fyrir ferðamenn. Hugmyndirnar snúast meðal annars um að opna þar kartöfluveitingastað og hanna ker fyrir dverghöfrunga.
Örn Þórðarson, sveitarstjóri, segist spenntur fyrir þeim hugmyndum um að auka starfsemi í Þykkvabæjarskóla og um leið laða að fleiri ferðamenn á svæðið. Frá því kennsla í skólanum fluttist á Hellu hefur húsnæðið að mestu staðið autt, að undanskildum fáeinum menningaruppákomum og leikjanámskeiðum yfir sumartímann.
Hægt væri að fjölga möguleikum fyrir ferðamenn með því að vera með ýmsar uppákomur í Þykkvabæjarskóla. Hvort sem það eru ráðstefnur, kvöldvökur eða eitthvað tengt svæðinu, segir Örn en vill ekki upplýsa hvaða ferðaþjónustuaðilar hafa sýnt verkefninu áhuga.
Sumar hugmyndanna eru vissulega nokkuð djarfar og skemmtilegar, eins og að opna kartöfluveitingastað. Slíkir staðir þekkjast þó víða erlendis og upplagt að láta reyna á slíkt í Þykkvabænum. Síðan er önnur hugmyndin að breyta stórri gryfju í húsinu í búr fyrir dverghöfrunga til að svamla um, segir Örn og vonast til að geta útfært hugmyndirnar í samráði við ferðaþjónustuaðila.
Greint frá á Sudurland.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt4 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt4 dagar síðan
Starbucks og Workers United hætta við lögsóknir og hefja sáttaviðræður
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala