Markaðurinn
Karl K. Karlsson flytur höfuðstöðvar sínar að Nýbýlavegi 4
Við hjá Karli K. Karlssyni ehf höfum flutt höfuðstöðvar okkar að Nýbýlavegi 4, í Kópavogi (gamla Toyotahúsið). Þar höfum við fundið okkur bjartan og skemmtilegan stað fyrir skrifstofu okkar sem hefur einnig þann kost að vera miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Með þessum breytingum erum við m.a. að auka hagkvæmni í rekstri og þ.a.l. þjónustu við viðskiptavini okkar.
Samhliða þessum breytingum höfum við einnig flutt vöruhús okkar á Vöruhótel Samskipa en áfram sjáum við þó sjálf um útkeyrslu á vörum okkar að stærstum hluta. Það er okkar mat og von að þú kæri viðskiptavinur finnir ekki fyrir neinni breytingu í okkar þjónustu nema hvað að pantanir verða í flestum tilfellum að berast okkur með dags fyrirvara sem er sá háttur sem mörg önnur fyrirtæki notast við.
Við starfsfólk Karls K. Karlssonar erum öll að venjast nýrri staðsetningu og þ.a.l. nýjum verkferlum með tilkomu þessu breytta vöruhúsakerfi og óskum við eftir skilning viðskiptavina okkar á meðan svo er. Þó viljum við endilega heyra frá þér ef þú hefur ábendingar um eitthvað sem betur mætti fara.
Þér er auðvitað velkomið að kíkja á okkur þegar þú vilt og þiggja hjá okkur LavAzza kaffisopa og skoða okkar nýju húsakynni hvenær sem er.
Með kveðju,
Starfsfólk Karls. K. Karlssonar.

-
Keppni2 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Keppni21 klukkustund síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni4 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni