Markaðurinn
Karl K. Karlsson flytur höfuðstöðvar sínar að Nýbýlavegi 4
Við hjá Karli K. Karlssyni ehf höfum flutt höfuðstöðvar okkar að Nýbýlavegi 4, í Kópavogi (gamla Toyotahúsið). Þar höfum við fundið okkur bjartan og skemmtilegan stað fyrir skrifstofu okkar sem hefur einnig þann kost að vera miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Með þessum breytingum erum við m.a. að auka hagkvæmni í rekstri og þ.a.l. þjónustu við viðskiptavini okkar.
Samhliða þessum breytingum höfum við einnig flutt vöruhús okkar á Vöruhótel Samskipa en áfram sjáum við þó sjálf um útkeyrslu á vörum okkar að stærstum hluta. Það er okkar mat og von að þú kæri viðskiptavinur finnir ekki fyrir neinni breytingu í okkar þjónustu nema hvað að pantanir verða í flestum tilfellum að berast okkur með dags fyrirvara sem er sá háttur sem mörg önnur fyrirtæki notast við.
Við starfsfólk Karls K. Karlssonar erum öll að venjast nýrri staðsetningu og þ.a.l. nýjum verkferlum með tilkomu þessu breytta vöruhúsakerfi og óskum við eftir skilning viðskiptavina okkar á meðan svo er. Þó viljum við endilega heyra frá þér ef þú hefur ábendingar um eitthvað sem betur mætti fara.
Þér er auðvitað velkomið að kíkja á okkur þegar þú vilt og þiggja hjá okkur LavAzza kaffisopa og skoða okkar nýju húsakynni hvenær sem er.
Með kveðju,
Starfsfólk Karls. K. Karlssonar.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni5 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann