Markaðurinn
Karen hjá Kaju Organic: „Ebba vildi að ég færi að framleiða glútenlausa og lífræna pítsabotna“
Karen Jónsdóttir eigandi Kaju Organic og Ebba Guðný Guðmundsdóttir frá Pure hafa tekið höndum saman og selja frosna glútenlausa pizzabotna við góðan orðstír, þar sem brauðblanda Kaju er grunnurinn og uppskriftin kemur frá Ebbu.
„Snemma árs 2023 hafði Ebba samband við mig og vildi að ég færi að framleiða glútenlausa og lífræna pítsabotna. Þar sem verkefnastaðan var pökkuð hjá mér bað ég hana að hafa samband aftur í september sem og hún gerði.“
Sagði Karen í samtali við veitingageirinn.is aðspurð um samstarfið.
Á sama tíma var Nýsköpunarsjóðurinn Uppspretta sem er í eigu Haga að auglýsa eftir styrkþegum. Þær sóttu um og fengu veglegan styrk til þróunar og til markaðsstarfs.
Sjá einnig: Tólf íslenskir frumkvöðlar í matvælaframleiðslu fá 15 milljóna króna styrk frá Uppsprettunni
Ebba hafði bakað glútenlausa pístabotna til margra ára og notaði hún í grunninn brauð blönduna frá Kaju Organic sem gerði þróunarstarfið auðveldara. Í janúar síðastliðnum fóru pítsabotnarnir á markað, tveir saman í pakkningu, forbakaðir og sem frystivara.
Botnarnir hafa slegið í gegn þar sem þeir eru ekki bara glútenlausir og lífrænir heldur stútfullir af næringu, enda innihaldsefnin ekki af verri endanum. En botnarnir innihalda: bókhveitimjöl, lúpínumjöl, möluð fær (hörfræ, graskersfræ, sólblómafræ, sesamfræ), physillum husk, matarsóda, sjávarsalt, eplaedik og pitsakrydd.
Botnarnir fást í stórum pakkningum
Í dag fást botnarnir í verslunum Hagkaupa, Fjarðarkaup og Melabúð en einnig er hægt að kaupa botnana frá þeim í stórum pakkningum. Pítsabotnarnir eru einstaklega bragðgóðir og henta með hvaða áleggi sem er.
Myndir: aðsendar
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn1 dagur síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar







