Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Kalkúna Milanaise á Höfninni | „Á heildina litið var þetta ofurhádegisverður…“

Birting:

þann

Feðgarnir Logi Brynjarsson og Brynjar Eymundsson

Feðgarnir Logi Brynjarsson og Brynjar Eymundsson

Það var í ágúst mánuði sem ég sá á vikuseðli hjá Höfninni að boðið var upp á kalkúna Milanaise, ég minnist þess ekki að hafa heyrt eða séð þessa útgáfu af þessum rétti fyrr, svo ég hafði samband við þá feðga og spurði hvenær þessi réttur yrði næst á vikuhádegisseðlinum og kváðust þeir myndu láta mig vita.

Svo kom kallið og ég mætti við annan mann til að upplifa þessa samsetningu á þessum klassíska rétti.

Spergilkálssúpa með rjómatopp, fersku dilli og rúgbrauðs-mulning

Spergilkálssúpa með rjómatopp, fersku dilli og rúgbrauðs-mulning

Fyrst fengum við Spergilkálssúpu og var hún mjög góð og einstaklega ferskt spergilkálsbragðið, brauðið sem fylgdi var volgt og seigt, en svoleiðis brauð finnst mér mjög gott, ég er frekar lítið fyrir þessu loftkenndu brauð.

Kalkúna Milanaise

Kalkúna Milanaise

Næst kom aðalrétturinn eins og hann var þann daginn í þróunarferlinu, smakkaðist hann alveg prýðilega, en mín ábending til þeirra var að auka magn á pastanu og minnka kjötmagn, síðan spunnust umræður um spæleggið en Logi sagðist hafa séð þessa útfærslu víða og þess vegna væri hann með það, en ekki hef ég séð það áður í Milanaise.

Sítrónubúðingur, stökkt möndlukex, vanilluís og jarðaber

Sítrónubúðingur, stökkt möndlukex, vanilluís og jarðaber

Næst kom Sítrónubúðingur. Smakkaðist hann ágætlega utan þess að búðingurinn mætti fyrir minn smekk vera aðeins súrari.

Ferskur skyrís, bláberjakrap, sítrónu-blóðbergsolía, stökkur marens og kryddsoðin pera

Ferskur skyrís, bláberjakrap, sítrónu-blóðbergsolía, stökkur marens og kryddsoðin pera

Svo kom Skyr. Svakalega passaði bragðið vel saman, en eins og oft þegar skyr á í hlut þá vantar þetta sérstaka súrbragð sem gerir skyrið svo einstakt á bragðið.

Volg súkkulaðikaka, hvítsúkkulaðimús, brennt hvítsúkkulaði, appelsínusorbet og hindber.

Volg súkkulaðikaka, hvítsúkkulaðimús, brennt hvítsúkkulaði, appelsínusorbet og hindber.

Að lokum kom Súkkulaðikaka. Þessi réttur er algjör bomba, milt súkkulaðibragð og fanta appelsínubragðið af sorbetinum, glæsilegt.

Á heildina litið var þetta ofurhádegisverður, og gaman að fá að vera þátttakandi í þróunarvinnu þeirra feðga, og er ég strax farinn að hlakka til næstu heimsóknar á Höfnina.

Hafið þið bestu þakkir fyrir feðgar.

 

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið