Smári Valtýr Sæbjörnsson
Kaka ársins 2016 – Sjáið hvernig Kaka ársins er gerð – Vídeó

Frá vinstri: Jón Albert Kristinsson, formaður LABAK, Sonja Egilsdóttir, formaður Hringsins og Henry Þór Reynisson, höfundur kökunnar.
Sala á Köku ársins 2016 hefst í bakaríum landsins á morgun föstudaginn 19. febrúar í tilefni konudagsins á sunnudaginn.
Kakan var formlega kynnt í dag þegar formaður Landssambands bakarameistara, LABAK, Jón Albert Kristinsson og höfundur kökunnar, Henry Þór Reynisson, afhentu stjórnarkonum í Kvenfélaginu Hringnum fyrstu kökurnar sem viðurkenningu fyrir þeirra góða starf í þágu samfélagsins.
Kvenfélagið Hringurinn hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna. Aðalverkefni félagsins um áratugaskeið hefur verið uppbygging Barnaspítala Hringsins. Mörg önnur verkefni, sem tengjast veikum börnum, hafa verið studd og styrkt. Þau stærstu eru uppbygging Barna- og unglingageðdeildar Landspítala og rekstur Sjónarhóls, ráðgjafamiðstöðvar barna með sérþarfir.
Kaka ársins var valin í keppni sem LABAK efnir til árlega og fer þannig fram að keppendur skila inn tilbúnum kökum sem dómarar meta og velja úr þá sem þykir best til þess fallin að hljóta titilinn Kaka ársins. Í ár var keppnin haldin í samstarfi við Nóa Síríus og inniheldur Nizza súkkulaðismjör frá Nóa.
Að venju en mikið lagt í Köku ársins. Hún er í mörgum lögum, inniheldur m.a súkkulaðisvampbotn, mjólkursúkkulaðimús, nizzakremfyllingu og Earl grey te og er spreyuð að utan með mjólkursúkkulaði. Höfundur hennar er Henry Þór Reynisson hjá Reyni bakara.
Sala á kökunni hefst í bakaríum félagsmanna LABAK um allt land á föstudaginn og verður til sölu það sem eftir er ársins.
Á myndabandinu má sjá fagmann að verki við gerð kökunnar:
Mynd: labak.is
Vídeó: Ásgeir Þór Tómasson bakarameistari
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu





