Starfsmannavelta
Kaffivagninn skiptir um eigendur
Hjónin Guðmundur Viðarsson og Mjöll Daníelsdóttir sem rekið hafa Kaffivagninn sl. þrjú og hálft ár hafa selt reksturinn ásamt fasteign til FoodCo hf. Kaffivagninn á sér langa og farsæla sögu og er elsti starfandi veitingastaður landsins en hann var stofnaður árið 1935 og var í upphafi vörubíll með yfirbyggðum palli sem stóð á Ellingsenplaninu sem var á horni Pósthússtrætis og Tryggvagötu.
Í byrjun sjötta áratugarins fluttist Kaffivagninn svo vestur á Grandagarð í formi lítils húss á steinhjólum sem tók 10-15 gesti í sæti. Á þessum árum var Reykjavík stærsta verstöð landsins og opnaði Kaffivagninn eldsnemma á morgnana og nestaði trillukarla ásamt því að ylja sjómönnum og hafnarverkamönnum með rjúkandi kaffi og bakkelsi.

Guðmundur Viðarsson, Mjöll Daníelsdóttir og breski sjónvarpskokkurinn Ainsley Harriott en hann var gestakokkur Kaffivagnsins í einu hádeginu þar í lok febrúar árið 2014
Hús Kaffivagnsins hefur verið í núverandi mynd frá því 1975 og síðsumar 2014 var byggður glæsilegur útipallur við austurgafl hússins með útsýni yfir höfnina og Hörpu.
Í fréttatilkynningu frá Foodco segir að rekstri Kaffivagnsins verður haldið áfram með óbreyttu sniði og lögð verður áhersla á að varðveita þá sögu og þann sjarma sem fylgt hefur staðnum í gegnum árin.
Myndir: kaffivagninn.is

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel22 klukkustundir síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Frétt3 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu