Starfsmannavelta
Kaffivagninn skiptir um eigendur
Hjónin Guðmundur Viðarsson og Mjöll Daníelsdóttir sem rekið hafa Kaffivagninn sl. þrjú og hálft ár hafa selt reksturinn ásamt fasteign til FoodCo hf. Kaffivagninn á sér langa og farsæla sögu og er elsti starfandi veitingastaður landsins en hann var stofnaður árið 1935 og var í upphafi vörubíll með yfirbyggðum palli sem stóð á Ellingsenplaninu sem var á horni Pósthússtrætis og Tryggvagötu.
Í byrjun sjötta áratugarins fluttist Kaffivagninn svo vestur á Grandagarð í formi lítils húss á steinhjólum sem tók 10-15 gesti í sæti. Á þessum árum var Reykjavík stærsta verstöð landsins og opnaði Kaffivagninn eldsnemma á morgnana og nestaði trillukarla ásamt því að ylja sjómönnum og hafnarverkamönnum með rjúkandi kaffi og bakkelsi.

Guðmundur Viðarsson, Mjöll Daníelsdóttir og breski sjónvarpskokkurinn Ainsley Harriott en hann var gestakokkur Kaffivagnsins í einu hádeginu þar í lok febrúar árið 2014
Hús Kaffivagnsins hefur verið í núverandi mynd frá því 1975 og síðsumar 2014 var byggður glæsilegur útipallur við austurgafl hússins með útsýni yfir höfnina og Hörpu.
Í fréttatilkynningu frá Foodco segir að rekstri Kaffivagnsins verður haldið áfram með óbreyttu sniði og lögð verður áhersla á að varðveita þá sögu og þann sjarma sem fylgt hefur staðnum í gegnum árin.
Myndir: kaffivagninn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni







