Keppni
Jömm keppti á meðal bestu í heimi í European Street Food Awards
Götubitakeppnin European Street Food Awards var haldin nú um helgina sem leið í Malmö í Svíþjóð. Það var Jömm sem keppti fyrir Íslands hönd og er það í fyrsta skiptið sem að íslenskur götubiti tekur þátt í keppninni. Jömm fékk þátttökurétt í keppnina eftir sigur í Reykjavik Street Food götubitahátíðinni á Miðbakkanum í Reykjavík sem haldin var nú í sumar.
Það voru þúsundir sem sóttu um að keppa í European Street Food Awards 2019, nokkur hundruð sem komust áfram og kepptu í sínu landi og voru 21 staðir frá 15 löndum sem kepptu til úrslita í Malmö í Svíþjóð og var Jömm þar á meðal.
Sjá einnig: Jömm keppir á European Street Food Awards í Malmö næstu helgi
Vídeó
[fbvideo link=“https://www.facebook.com/watch/?v=430859097547554″ width=“650″ height=“400″ onlyvideo=“1″]
Keppendur voru:
- Eastern Exspress – Rússland
- Rock Burger TRUCK – Street Food Battle – Ítalía
- BUBU ARARE-Veggie Japanese Food – Pólland
- Jömm – Ísland
- Social Burgerjoint – Finnland
- 11er Genuss-Bus – Ástralía
- DHABA Kitchen – Danmörk
- Heiko Triller – Þýskaland
- Pabellon Venezuelan Food – Venesúela
- Irvin’s BBQ – Svíþjóð
- Chacha Time – Tbilisi – þýskaland
- Smoke & Meat BBQ – Ungverjaland
- Famous Burgers – Bretland
- Bao Bun – Lettland
- Homeboys – Bretland
- Tabemasu Ka-Jen – Svíþjóð
- FutoBuri – Þýskaland
- Utter Waffle – Bretland
- Gettergod Gelato ToGo – Svíþjóð
- Thrilla in Manila – Danmörk
- Marokkanische Spezialität – Danmörk
Keppt var í 6 flokkum:
- Besta aðalréttinn
- Besta eftirréttinn
- Besta hamborgarann
- Besta snakkið
- Besdta samlokan
- Besta grænmetisréttinn
Jömm keppti í flokkunum Besta grænmetisréttinn og Besta snakkið með réttina Beisik börger og Spicy box. Því miður náði Jömm ekki að komast á verðlaunapall, en engu að síður frábær árangur.
Jömm keppnisréttir
Gestir hátíðarinnar völdu besta götubitann:
1. sæti – Thrilla in Manila
2. sæti – Irvin’s BBQ
3. sæti – 11er Genuss-Bus
Úrslit í öllum flokkunum:
Besta snakkið: Homeboys
Besti grænmetisrétturinn: 11er Genuss-Bus
Besti hamborgarinn: Social Burgerjoint
Besta samlokan: Bao Bun Latvia frá Lettlandi og Irvin’s BBQ frá Svíþjóð
Besti aðalrétturin: DHABA Kitchen
Besti eftirrétturinn: Gettergod Gelato ToGo
Heildarúrslit í European Street Food Awards 2019
Yfir heildina var það Homeboys frá Bretlandi sem fékk flest stig og hreppti titilinn European Street Food Awards 2019.
Dómarar voru Daniel Berlin, Titti Qvarnstrom og Karin Ericson ásamt öllum gestum á hátíðinni sem gáfu sitt atkvæði.
Myndir af keppnisréttunum og lýsing á réttum á engilsaxnesku:
Dómarar þóttu erfitt að velja á milli næstu tveimur réttum um bestu samlokuna og urðu sammála að réttirnir myndu deila fyrsta sætinu saman:
Myndir og vídeó: facebook / European Street Food Awards
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Markaðurinn1 dagur síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025