Markaðurinn
Jólapartí Stella Artois í kvöld 16. nóvember
Stella Artois býður til hátíðarfagnaðar á Forréttabarnum í kvöld (16. nóvember) kl. 20:00.
„Með þessu viljum við minna á að Stella var upphaflega brugguð sem jólabjór og þá gjöf til bæjarbúa Leuven í Belgíu, þar sem Stella Artois hefur alltaf verið framleidd“
, segir Halldór Ægir, vörumerkjastjóri Stella Artois.
„Fyrir jólin kemur Stella Artois í 750ml hátíðarútgáfu til að minnast þessarar staðreyndar og hvetja fólk til að slaka á og deila með vinum og vandamönnum“.
Góðir gestir láta sjá sig í kvöld, en veislustjóri kvöldsins er Karl Sigurðsson (Baggalútur). Hljómsveitin Friends 4 Ever sér um ljúfa tóna og Salka Sól tekur nokkur vel valin lög með þeim vinum.
Eins og áður sagði verður gleðin á Forréttabarnum og hefst kl. 20:00 og stendur til 23:00.
Léttar veitingar, ljúfir tónar og að sjálfsögðu nóg af Stella Artois.
Mynd: Viktor Örn Guðlaugsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni5 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt2 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Markaðurinn1 dagur síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel24 klukkustundir síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík






