Smári Valtýr Sæbjörnsson
Jóla- og skötuhlaðborð verður ekki á Hótel Borg í ár
Ekki verður boðið upp á jóla- og skötuhlaðborð á veitingastað Hótel Borgar þessi jólin. Hlaðborðin hafa verið haldin á staðnum í fjölda ára og verið gríðarlega vinsæl. Að sögn Þóru Sigurðardóttur, eiganda Borg Restaurant, er ekki hægt að halda hlaðborðin í ár vegna framkvæmda í húsinu.
Gamli Skuggabarinn og megnið af eldhúsinu okkar var rifið og svo verður allt endurbyggt. Það var líka grafinn kjallari þannig að það verður opnuð heilsulind þar. Þetta verður alveg rosalega fínt
, segir Þóra í samtali við mbl.is, en nánar er fjallað um Hótel Borg á vef mbl.is, sem hægt er að lesa með því að smella hér.
Við hvetjum alla til að senda á okkur sína jólamatseðla og þeim verður komið fyrir í viðburðardagatalinu, ykkur að kostnaðarlausu.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt3 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni1 dagur síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Frétt4 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025