Frétt
Íslenskur kokkur opnar veitingastað í Bandaríkjunum
Íslenskur matreiðslumeistari að nafni Ari Garðar Georgsson er nú um þessar mundir að opna glæsilegan veitingastað ásamt konu sinni Benediktu Helgu Gísladóttir bænum Walnut Creek í bandaríkjunum. Veitingastaðurinn ber nafnið Katy´s Kreek og er staðsettur eins og áður sagði í miðbæ Walnut Creek, beint á móti leikhúsinu, en Walnut Creek er hinum megin við við San Francisco flóann og aðeins hálftima akstur frá borginni eða flugvellinum.
Fréttaritari Freisting.is hafði samband við Ara og spurði hann nokkrar spurningar:
Hvað tekur Katy´s Kreek marga í sæti:
140+ í sæti.
Hvernig staður er Katy´s Kreek:
Rustic casual
Mikið af sjávarréttum , steikur, lamb, kálfasneiðar og fl.
Hádegi
Stór salöt, samlokur og aðrir hádegisverðar réttir
Morgunverður
Það er eins og páskadagur alla daga á katy´s
Hver er opnunartíminn?
Opið frá 7 á morgnanna til 10 á kvöldin og 11.30 um helgar.
Verðlag á mat:
Frá $7.00 og uppí $25.00
Hvað starfa margir á Katy´s Kreek:
Eldhúsinu
Ég er með minn aðstoðar mann, sem er búin að vera með mér síðan 1981, auk
hans er sonur minn Anton í eldhúsinu + aðrir 3 , auk þess erum við einnig með aðstoðarfólk.
Í sal
Á barnum er sonur minn Viktor, frænka konu minnar hún Anna er yfir salnum með um 6 þjóna sér til aðstoðar.
Því næst er komið að því og forvitnast aðeins um hver Ari er.
Hvar lærðir þú kokkinn og á hvaða veitingastöðum hefur þú unnið á:
Ég lærði kokkinn á Hótel Esju, útskrifast 1977.
Fór út samdægurs og ég lauk samningnum. Og verið hér í Kaliforniu síðan,
Fyrir utan að ég kom til Íslands og gerðist yfirkokkur á Holtinu, enduropnaði Naustið, en það hafði verið lokað í um 2 ár.
Byrjaði með Matreiðslumeistarann á stöð 2 þegar hún fór í loftið.
Samningur minn við stöð 2 var sá fyrsti sem gerður var um íslenska sjónvarpsþætti á stöð 2.
Svo ég er búin að vera hér síðan 1977 en var tæp 2 ár á íslandi að vinna við það sem áður er skrifað.
Hér hef ég unnið (8 ár) á 5 stjörnu hótelinu Quail Lodge í Carmel.
Auk annarra veitingastaða hér í Kaliforniu. Og verið með minn eigin veitingastað síðan 1987.
Með Hótel skólanum vann ég m.a. á Oðali. Þórskaffi. Halta Hananum og fl.
Eitthvað sem þú vil segja að lokum?
Núna eru Flugleiðir byrjaðir að fljúga til S.F í beinu flugi og minn veitingastaður er ekki svo langt frá flugvellinum og borginni.
Svo væri lika gaman og góð reynsla fyrir íslenska kokka að koma og vinna hjá mér í stuttan tíma svona áður en alvaran tekur við, hei og þjóna líka.
Freisting.is vill þakka Ara kærlega fyrir viðtalið og viljum við óska honum og hans fjölskyldu góðri velgengni með nýja veitingastaðinn.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Frétt19 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum