Pistlar
Íslensku jólahefðirnar og hráefnin
Sjálft jólahaldið og undirbúningur þess á athygli flestra um þessar mundir. Sjaldan fá hefðir og skemmtileg sérviska okkar margra að betur njóta sín betur á heimilum landsmanna en einmitt um jólin, og íhaldssemin víðast í hávegum höfð. Það á ekki síst við um hvað er veisluborðum okkar um hátíðarnar. Þó er víst að sitt sýnist hverjum hvað þarf þangað að rata til að gleðileg jólin geti gengið í garð.
Eitt eigum við þó flest sameiginlegt, það að íslensk hráefni eru lykillinn að því að allt sé eins og það á að vera, og um leið notalegt og öruggt eins og við erum vön. Hér standa íslenskir bændur sannarlega vaktina og tryggja íslenskum neytendur gæða vörur sem þeir treysta. En fá neytendur alltaf að njóta vafans og umbeðnar upplýsingar um hvaðan varan kom, hvernig framleidd og hverjir komu að búskapnum?
Sannarlega íslenskt?
Kjötvörur af ýmsu tagi eru sem fyrr aðalhráefnin á jóla og áramótaborðið auk fjölbreytts ómissandi meðlætis. Margt í þessum flokki er í boði frá íslenskum bændum sem vanda til verka og stytta sér ekki leið í óhóflegri notkun sýklalyfja. Enda eru kröfur hérlendis strangar og gæfa fólgin í mótstöðu vísindamanna og bænda við viðgengna venju sl. áratuga vestan hafs og austan í notkun slíkra lyfja í búskap.
Sem dæmi sýnir evrópsk samantekt um notkun sýklalyfja í landbúnaði 2019-2020 að hún er hvergi minni en hérlendis, rétt eins og í fyrri könnunum. En þeir bændur sem mest nota af sýklalyfjum í evrópskum landbúnaði nota hundraðfalt magn sýklalyfja á hvert kg. kjöts samanborið við íslenska starfsbræður sína.
Lægsta verðið, eða öryggi ræður?
Á íslenskum neytendamarkaði eru seldar kjötvörur frá nokkrum Evrópu löndum sem nota allt að fimmtugfalt magn sýklalyfja í landbúnaði í samanburði við íslenskan veruleika. Sem skiptir máli, því sýklalyfjaónæmi mun að mati Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar valda gríðarlegum vanda á næstu áratugum og verða algengari dánarorsök en krabbamein innan einungis 30 ára. Þess vegna felast ómæld verðmæti í okkar „sérvisku“ sem snýr að ströngum kröfum í notkun sýklalyfja í landbúnaði og öfundverðu heilbrigði íslenskra húsdýra.
Hér rétt eins og annars staðar má auðvitað gera betur og að því er að sjálfsögðu unnið af bændum og ráðgjöfum þeirra alla daga. Hér fást líka auðvitað innfluttar hágæðavörur og meðaltöl segja aldrei alla söguna. En tölfræðin og samanburðurinn er íslenskum bændum til sóma og þeirra neytendum í hag.
Yfirgnæfandi meirihluti velur íslenskt um hátíðarnar
Veljum íslensk hráefni þegar það er mögulegt, framleidd eftir ströngum kröfum og kaupum ekki köttinn í sekknum vegna óskýrra eða villandi merkinga. Íslenskar merkingar og jafnvel rótgróin alíslensk vörumerki á umbúðum eru því miður ekki lengur trygging fyrir íslenskum uppruna og því þarf að rýna smáa letrið vel, og of oft vantar jafnvel smáa letrið.
En kvartanir neytenda um skort skýrra upprunamerkinga eru vaxandi þar sem yfirgnæfandi meirihluti vill velja íslenskt, gefist þess kostur. Saman þurfa neytendur og bændur að tryggja stóraukna notkun upprunamerkinga á íslenskum matvörumarkaði. Með ósk um gleðileg hátíð, með hráefni frá íslenskum bændum á ykkar borðum.
Höfundur er Hafliði Halldórsson, verkefnastjóri á markaðssviði Bændasamtakanna.
Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu, 27. desember 2022.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði