Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Íslenskt gin í konunglegri veislu – Birgir Már: „gestir smökkuðu svartan kavíar og ljúffengar ostrur“ – Myndir

Birting:

þann

Íslenskt gin í konunglegri veislu - Birgir Már: "gestir smökkuðu svartan kavíar og ljúffengar ostrur" - Myndir

Nýverið hófst útrás íslensku áfengisframleiðslunnar Þoran Distillery til meginlands Evrópu. Af því tilefni var blásið til veislu í Amsterdam í húsakynnum Bernhard af Orange-Nassau, sem er einn af prinsum Hollensku konungsfjölskyldunnar.

„Bernhard er góður vinur okkar og bauð okkur að nota heimili sitt til að fagna því að Marberg gin er núna fáanlegt á meginlandi Evrópu,“

segir Birgir Már Sigurðsson, stofnandi Þoran Distillery sem framleiðir Marberg,

„hann er líka mikill áhugamaður um góðan mat og góða drykki, þannig að þetta hentaði okkur mjög vel“.

Íslenskt gin í konunglegri veislu - Birgir Már: "gestir smökkuðu svartan kavíar og ljúffengar ostrur" - Myndir

Boðið var upp á allar þrjár útgáfurnar af Marberg, m.a. hið margverðlaunaða Marberg Dry Gin, og fengu gestir einnig að smakka svartan kavíar og ljúffengar ostrur.

Þoran Distillery gaf út sína fyrstu vöru 2019 en eftir Covid var uppskriftinni og framleiðsluaðferðinni fyrir Marberg gin gjörsamlega breytt. Síðan þá hefur gengið vel að markaðssetja ginið og bendir Birgir á að það sé að mörgu leyti íslensku hráefnunum að þakka.

„Við notum söl, birki og beltisþara í okkar vörur og auðvitað íslenskt vatn, sem erlendum aðilum þykir gríðarlega spennandi.

Þetta eru hráefni sem eru öll týnd hérlendis á sjálfbæran máta, enda mjög mikilvægt fyrir okkar vörur að þær séu framleiddar á vistvænan hátt.“

Segir Birgir.

Marberg hefur látið lítið fyrir sér fara hérlendis hingað til og áherslan helst verið á erlenda markaði.

„Við notum mjög dýrt hráefni í okkar framleiðslu og einbeitum okkur alfarið að gæðum frekar en magni.

Þetta gerir það að verkum að við þurfum að vanda mjög valið hvaða veitingastöðum, hótelum og börum við vinnum með,“

segir Birgir og bætir því við að meðal þeirra helstu viðskiptavina eru m.a. veitingastaðirnir Moss á The Retreat í Bláa Lóninu, Francois Geurds í Rotterdam og The Duchess í Amsterdam.

„Þetta eru allt veitingastaðir með eina eða tvær Michelin stjörnur og hentar því mjög vel að bjóða þar upp á Marberg gin.“

Myndir: Albert Van Beeck Calkoen

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið