Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Íslenskir þjónar opna veitingastað á eyjunni Bornholm

Birting:

þann

Tre Tjenere eða Þrír þjónar á eyjunni Bornholm

Við afhendingu.
F.v. Ásrún Björk Gísladóttir, Loftur Hilmar Loftsson, Tinna Óðinsdóttir og fasteignasalinn Gurli Hansen

Þrír þjónar frá Íslandi opna veitingastaðinn Tre Tjenere eða Þrír þjónar á eyjunni Bornholm sem staðsett er rétt fyrir utan Danmörk.

Á bak við veitingastaðinn standa þjónaparið Tinna Óðinsdóttir og Loftur Loftsson ásamt móður Tinnu, Ásrúnu Gísladóttur.

Tre Tjenere eða Þrír þjónar á eyjunni Bornholm

„Ég og Tinna fluttum hingað í október í fyrra, eftir að við komum fyrst hingað saman sumarið 2016. Við vorum strax hrifin að eyjunni og upplifðum hvað þetta væri spennandi umhverfi fyrir matarunnendur.

Ásrún, mamma Tinnu, flutti til Bornholm í apríl 2018 og það tók ekki langan tíma fyrir okkur að ákveða að gera tilraun að opna veitingastað hérna saman. Við ætlum að ná að opna fyrir páskana en það kemur í ljós eftir nokkrar vikur.“

Segir Loftur í samtali við veitingageirinn.is, aðspurður um hvernig það stóð til að opna veitingastað á Bornholm.

Þjónaþríeykið mun aðallega vinna með íslenskum matreiðslumönnum við opnun staðarins en á matseðlinum verður bæði íslenskur og matur sem einkennir Bornholm.

Bornholm er hátt skrifaður áfangastaður í matarferðamennsku þar sem íbúafjöldinn er 40 þúsund.  Eyjan er oft kölluð “Foodie island” og frá Kastrup flugvellinum er 35 mín. flug, sex sinnum á dag.  Margir hverjir kannast við Michelin veitingastaðinn Kadeau, sem var t.a.m. með pop-up á Sumac í fyrra, en sá staður er með uppruna sinn frá Bornholm.

Á Bornholm eru einnig „slow beer“ brugghús og hágæða hveiti frá Valsemølle. Bornholm reykhúsin fylgja gömlum hefðum við reykingu á síld og makríl, Bornholm snapsar eru að ryðja sér til rúms, ásamt handverks-sinnepi og fleiru spennandi í matvælaframleiðslu á eyjunni.

Tinna mun bjóða upp á spennandi náttúruvín og vínin frá Georgíu eru í uppáhaldi.

„Á Tre Tjenere erum við fara aftur til kjarna matreiðslunnar, skýrt og gott bragð án afskipta. Þess vegna veljum við vín sem eru unnin samkvæmt aldagömlum aðferðum í víngerð, óáreitt gæðavín“

Segir Tinna, aðspurð um vínúrvalið.

Tre Tjenere eða Þrír þjónar á eyjunni Bornholm

Veitingastaðurinn Þrír þjónar er staðsettur í kjallara á Hotel Østersøen

Tre Tjenere er staðsettur í bænum Svaneke, sem hefur fengið viðurkenningu sem fallegasti kaupstaður Danmerkur, í byggingu Hotel Østersøen frá 1839.

„Okkur langar að halda fast í gamla anda þessa sögufræga húss og ætlum þannig að tvinna saman þjónustu, matreiðslu og andrúmsloft.

Við erum að vinna með forngripasölum hérna á eyjunni til þess að innrétta veitingastaðinn til að skapa ákveðið útlit og upplifun sem minnir á rómantík og gleði fjórða áratugsins.“

Segir Loftur.

Auglýsingapláss

Þjónarnir þrír benda áhugasömum á að fylgjast með undirbúningnum fyrir opnunina á instagram/tretjenerebornholm og facebook/tretjenere.

Útsýnið frá veitingastaðnum:

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar, bóka borð og sækja um vinnu með því að senda tölvupóst á [email protected].

Google kort:

 

Auglýsingapláss

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið