Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Íslenskir handsmíðaðir eldhúshnífar

Birting:

þann

Soffía Sigurðardóttir og Páll Kristjánsson

Soffía Sigurðardóttir og Páll Kristjánsson

Íslenskir hnífarFyrirtækið er staðsett í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ og er rekið af hjónunum Páli Kristjánssyni og Soffíu Sigurðardóttir.

Fyrstu árin voru þau aðallega í að gera dálka með mismunandi sköftum úr margskonar við og einnig voru þau að setja, horn, tennur og fleira hart úr nátturunni á skaftið á hnífunum.

Nú nýlega bættu þau við að gera eldhúshnífa og eru handföngin úr við og tönn í mörgum útfærslum, einnig er blaðið sjálft skrautlegt eftir því hvernig stálið hefur verið barið saman og setur það skemmtilegan svip á hnífsblaðið.

Úlli Finnbjörnsson hafði samband við mig og dró mig upp í Moso til að kíkja á þessa hnífa, ég tók um nokkra og merkilegt en það var eins og þeir væru sniðnir fyrir lófann svo vel lá skaftið, þyngdarpunkturinn er ofarlega á hnífnum þannig að það er þægilegt að beita honum.

Öll smíðin er fagmannlega gerð og er kominn þarna hnífur til að gefa, eða nota í fyrirskurði og einnig væri sómi í því að KM gæfi íslenskan hníf í verðlaun í keppnum, en hægt er að grafa á hnífsblaðið með laser.

Ég mæli hiklaust með þessum hnífum, það er hægt að skoða þá í versluninni Brynju á Laugaveginum og á www.knifemaker.is

 

Vonandi verður góður gangur í þessari hnífagerð því við fagmenn ættum að vera stoltir af að nota þá.

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið