Veitingarýni
Íslenski Barinn – Veitingarýni
Matargerð Íslenska barsins við Ingólfstræti 1A í Reykjavík er þjóðleg á óhefðbundinn hátt. Það var eitt kvöldið sem við bræður fórum á Íslenska Barinn til að fá okkur snæðing og spjalla saman, vel var tekið á móti okkur, vísað á borð og þetta hefðbundna afgreitt og pöntuðu við eftirfarandi:
Fyrst kom nýbakað brauð með kryddsmjöri. Mjög gott og kryddsmjörið skemmtileg tilbreyting.
Svo kom flaska af Egilsappelsín með Appaló lakkrísröri í og hvað er íslenskara en það.
Í krukku, mjög bragðgóður, fínar rækjur, ferskar á bragðið.
Mjög góð síld, bragðgóð og temmilega stíf, sósan hæfilega bragðmikil.
Flott eldun á laxinum, flott salat, pastað mætti kannski vera sýnilegra.
Algjört nammi, ánægjulegt að sjá ORA grænar baunir og íslenska sultu, þetta hefði verið púkó fyrir nokkrum árum en þeir eiga alla mína virðingu fyrir að bera þetta fram, því það eru ótrúlega margir sem finnst þetta gott saman.
Þarna vorum við orðnir mettir, þjónustan hafði verið allan tímann þægileg við hendina þegar á þurfti að halda, en hvarf þess í milli.
Við þökkuðum pent fyrir okkur og litli bróðir skutlaði þeim eldri heim ásamt hækjunum.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel23 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni23 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun24 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi