Veitingarýni
Íslenski Barinn – Veitingarýni
Matargerð Íslenska barsins við Ingólfstræti 1A í Reykjavík er þjóðleg á óhefðbundinn hátt. Það var eitt kvöldið sem við bræður fórum á Íslenska Barinn til að fá okkur snæðing og spjalla saman, vel var tekið á móti okkur, vísað á borð og þetta hefðbundna afgreitt og pöntuðu við eftirfarandi:
Fyrst kom nýbakað brauð með kryddsmjöri. Mjög gott og kryddsmjörið skemmtileg tilbreyting.
Svo kom flaska af Egilsappelsín með Appaló lakkrísröri í og hvað er íslenskara en það.

Rækjukokkteill eins og hann gerist bestur
Í krukku, mjög bragðgóður, fínar rækjur, ferskar á bragðið.

Síldarsalat, kapers, súrar gúrkur og rúgbrauð
Mjög góð síld, bragðgóð og temmilega stíf, sósan hæfilega bragðmikil.
Flott eldun á laxinum, flott salat, pastað mætti kannski vera sýnilegra.
Algjört nammi, ánægjulegt að sjá ORA grænar baunir og íslenska sultu, þetta hefði verið púkó fyrir nokkrum árum en þeir eiga alla mína virðingu fyrir að bera þetta fram, því það eru ótrúlega margir sem finnst þetta gott saman.
Þarna vorum við orðnir mettir, þjónustan hafði verið allan tímann þægileg við hendina þegar á þurfti að halda, en hvarf þess í milli.
Við þökkuðum pent fyrir okkur og litli bróðir skutlaði þeim eldri heim ásamt hækjunum.

-
Markaðurinn1 dagur síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Skapandi konfektmeistari óskast