Vertu memm

Markaðurinn

Íslenska lambið er án erfðabreytts fóðurs | Fyrsta búgreinin til að banna GMO í fóðri á Íslandi

Birting:

þann

Icelandic lamb - Fyrsta búgreinin til að banna GMO í fóðri á Íslandi

Íslenskir sauðfjárbændur tóku ákvörðun 2016 að setja bann á notkun erfðabreytts fóðurs í sauðfjárrækt. Það er mat íslenskra sauðfjárbænda að betra sé að standa utan þess að tengjast notkun GMO í fóðri og banna það með öllu í sauðfjárbúskap hérlendis.

Íslensk sauðfjárrækt er hágæða matvælaframleiðsla og unnin á smáum fjölskyldubúum sem treysta á náttúruna og beit á villtum gróðri. Erfðabreytingar í landbúnaði eru umdeildar og sitt sýnist hverjum í alþjóðlegri umræðu.

Þó má klárlega tengja GMO við verksmiðjubúskap og eiturefnanotkun í landbúnaði og framleiðendur berjast víða hart fyrir því að matvæli sem innihalda GMO verði ekki merkt sem slík.

Kröfuharðir neytendur sækja í auknum mæli í matvæli sem eru náttúruleg og í þann hóp vilja framleiðendur íslenska lambakjötsins markaðssetja sínar afurðir.

Vídeó

GMO free

Did you know that GMO sheep feed is prohibited in Iceland? All Icelandic lamb meat is now GMO free.

Posted by Icelandic Lamb on Wednesday, 20 December 2017

 

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið