Keppni
Íslendingar keppa í samnorrænni heimabruggkeppni

Keppnishópurinn á góðri stund að smakka heimabruggaðan bjór. F.v.: Arnar, Finnbjörn, Oddur, Guðmundur og Dagur.
Mynd: Helgi Bragason
Fágun – félag áhugafólks um gerjun – heldur út fyrir landsteinana næstu helgi til að taka þátt í samnorrænni heimabruggkeppni.
Síðustu misseri hefur Fágun unnið að því með systrafélögum sínum í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi að koma þessari keppni á koppinn. Hún verður haldin í Stavanger þann 22. júní n.k., en stór heimabruggshátíð verður haldin þar á sama tíma.
Fulltrúar Íslands eru sigurvegarar í árlegri bruggkeppni Fágunar, sem haldin var í maí síðastliðnum. Þar vann Dagur Helgason verðlaun fyrir besta dökka bjórinn, en hann hefur auk þess sópað til sín verðlaunum hér heima í heimabruggskeppnum Fágunar undanfarin ár. Svo var bjór Arnars Arinbjarnar og Odds Sigurðssonar valinn besti ljósi bjór keppninnar.
Sjá einnig: Vel heppnuð bruggkeppni Fágunar
Auk sigurvegaranna fara Finnbjörn Þorvaldsson sem fulltrúi Fágunar þar sem hann situr í stjórn og Guðmundur Mar sem fulltrúi Íslands í dómnefndinni. Guðmundur er hokinn reynslu, bæði sem dómari í bruggkeppnum víða um heim en eins sem atvinnubruggari, 25 ár við gæðaeftirlit og í 16 ár sem bruggmeistari.
„Við erum afskaplega stolt og ánægð að fá þetta tækifæri og erum ótrúlega spennt fyrir þessu ævintýri. Aðaltilgangur Fágunar er að þrýsta á stjórnvöld að lögleiða heimabrugg. Enda erum við á því að það sé menningarstarfsemi,“
segir Finnbjörn glaður í bragði og bætir við:
„Það er til mikils að vinna í keppninni úti, en sigurbjórinn verður bruggaður til almennrar dreifingar af Mikkeler, einu virtasta handverksbrugghúsi heims. Það væri sérlega gaman að sjá íslenskan sigurbjór seldan í næstu Vínbúð.
En ég vil líka geta til gamans að sigurbjórarnir úr bruggkeppni Fágunar verða bruggaðir og seldir á Bryggjunni brugghúsi úti á Granda. Ljósi bjórinn verður þar á krana innan tíðar en sá dökki í haust.“
Veitingageirinn.is mun fylgjast með og flytur ykkur fréttir um leið og þær berast.
Mynd: aðsend

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars