Vertu memm

Uncategorized

Íslandsmót barþjóna

Birting:

þann

Það ættu nú flest allir í veitingageiranum að kannast við hina frægu barþjónakeppni hjá Barþjónaklúbbi Íslands. Enn á ný er flautað til leiks með Íslandsmeistaramóti Barþjóna og verður hún haldin sunnudaginn 6. maí, en nánari staðsetning verður auglýst síðar á heimasíðu Barþjónaklúbbsins.

Þátttöku skilyrði eru einföld og geta allir faglærðir framreiðslumenn tekið þátt, en það eina sem þeir þurfa að gera er að skrá sig í klúbbinn.

Keppt verður í Þurrum drykkjum og verðlaunin eru vegleg að vanda, en sigurvegarinn þá nefndur Íslandsmeistari keppir fyrir Íslands hönd á haustmánuðum á Heimsmeistarakeppni Barþjóna í Taiwan.

Einnig verða ferðaverðlaun fyrir þann sem er fremstur meðal jafningja í faglegum vinnubrögðum og fyrir tvo sem efstir eru á stigatöflunni og eru 28 ára eða yngri.

Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu Barþjónaklúbbsins www.bar.is

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið