Uncategorized
Íslandsmót barþjóna
Það ættu nú flest allir í veitingageiranum að kannast við hina frægu barþjónakeppni hjá Barþjónaklúbbi Íslands. Enn á ný er flautað til leiks með Íslandsmeistaramóti Barþjóna og verður hún haldin sunnudaginn 6. maí, en nánari staðsetning verður auglýst síðar á heimasíðu Barþjónaklúbbsins.
Þátttöku skilyrði eru einföld og geta allir faglærðir framreiðslumenn tekið þátt, en það eina sem þeir þurfa að gera er að skrá sig í klúbbinn.
Keppt verður í Þurrum drykkjum og verðlaunin eru vegleg að vanda, en sigurvegarinn þá nefndur Íslandsmeistari keppir fyrir Íslands hönd á haustmánuðum á Heimsmeistarakeppni Barþjóna í Taiwan.
Einnig verða ferðaverðlaun fyrir þann sem er fremstur meðal jafningja í faglegum vinnubrögðum og fyrir tvo sem efstir eru á stigatöflunni og eru 28 ára eða yngri.
Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu Barþjónaklúbbsins www.bar.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMyndband: Kokkar tóku á móti gestum í sal á meðan þjónar fóru í eldhúsið
-
Markaðurinn3 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Uppskriftir3 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Keppni3 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar
-
Keppni4 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Frétt2 dagar síðanViðvörun til neytenda vegna grænmetisrétta í stórumbúðum
-
Keppni4 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður





