Uncategorized
Íslandsmót barþjóna
Það ættu nú flest allir í veitingageiranum að kannast við hina frægu barþjónakeppni hjá Barþjónaklúbbi Íslands. Enn á ný er flautað til leiks með Íslandsmeistaramóti Barþjóna og verður hún haldin sunnudaginn 6. maí, en nánari staðsetning verður auglýst síðar á heimasíðu Barþjónaklúbbsins.
Þátttöku skilyrði eru einföld og geta allir faglærðir framreiðslumenn tekið þátt, en það eina sem þeir þurfa að gera er að skrá sig í klúbbinn.
Keppt verður í Þurrum drykkjum og verðlaunin eru vegleg að vanda, en sigurvegarinn þá nefndur Íslandsmeistari keppir fyrir Íslands hönd á haustmánuðum á Heimsmeistarakeppni Barþjóna í Taiwan.
Einnig verða ferðaverðlaun fyrir þann sem er fremstur meðal jafningja í faglegum vinnubrögðum og fyrir tvo sem efstir eru á stigatöflunni og eru 28 ára eða yngri.
Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu Barþjónaklúbbsins www.bar.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé