Keppni
Íslandsmeistarakeppni í Kjötsúpugerð – Svipmyndir
Keppnisreglur voru þannig að hráefnið þarf að vera sem mest íslenskt og skilyrði að kjötið sé svo, helst af hrúti en ekki skilyrði.
Hver keppandi þarf að koma með 6 lítra af kjötsúpu og leggja hana fyrir dómnefnd og gefa gestum og gangandi smakk á meðan keppni stendur.
Í ár var sú breyting að aðeins fengu veitingastaðir, félagasamtök og aðilar tengdir matvælaframreiðslu að taka þátt og voru keppendur eftirtaldir:
-
Hótel Norðurljós – Raufarhöfn
-
Veitingahúsið Eyrin – Þórshöfn
-
Öldrunarþjónustan – Kópaskeri
-
Kvenfélagið í Kjós
-
Fjallalamb
Dómarar voru:
-
Stefán Vilhjálmsson Kjötmatsmaður Akureyri
-
Ósk Þorkelsdóttir húsavík
-
Birgir Sveinbjörnsson
-
Níels Árni Lund skrifstofustjóri í Sjávar og landbúnaðarráðuneytinu
Dæmt var þannig að 60% dómsins kom frá dómurum og 40% frá gestum
Sigurvegari var Öldrunarþjónustan á Kópaskeri sem var löguð af Önnu Láru og Öldu Jónsdætrum .
Er þetta framtak þeirra á Raufarhöfn til fyrirmyndar og vonandi vex keppninni ásmegin í framtíðinni og verði að landshlutakeppni sem lyki með úrslitakeppni fyrsta vetradag.
Mynd og texti: Sverrir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Markaðurinn7 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn6 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Uppskriftir5 dagar síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu
-
Markaðurinn4 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel20 klukkustundir síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Keppni7 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis






