Keppni
Íslandsmeistarakeppni í Kjötsúpugerð – Svipmyndir
Keppnisreglur voru þannig að hráefnið þarf að vera sem mest íslenskt og skilyrði að kjötið sé svo, helst af hrúti en ekki skilyrði.
Hver keppandi þarf að koma með 6 lítra af kjötsúpu og leggja hana fyrir dómnefnd og gefa gestum og gangandi smakk á meðan keppni stendur.
Í ár var sú breyting að aðeins fengu veitingastaðir, félagasamtök og aðilar tengdir matvælaframreiðslu að taka þátt og voru keppendur eftirtaldir:
-
Hótel Norðurljós – Raufarhöfn
-
Veitingahúsið Eyrin – Þórshöfn
-
Öldrunarþjónustan – Kópaskeri
-
Kvenfélagið í Kjós
-
Fjallalamb
Dómarar voru:
-
Stefán Vilhjálmsson Kjötmatsmaður Akureyri
-
Ósk Þorkelsdóttir húsavík
-
Birgir Sveinbjörnsson
-
Níels Árni Lund skrifstofustjóri í Sjávar og landbúnaðarráðuneytinu
Dæmt var þannig að 60% dómsins kom frá dómurum og 40% frá gestum
Sigurvegari var Öldrunarþjónustan á Kópaskeri sem var löguð af Önnu Láru og Öldu Jónsdætrum .
Er þetta framtak þeirra á Raufarhöfn til fyrirmyndar og vonandi vex keppninni ásmegin í framtíðinni og verði að landshlutakeppni sem lyki með úrslitakeppni fyrsta vetradag.
Mynd og texti: Sverrir

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora