Keppni
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
Ashley Marriot hefur fært Íslandi stórsigur á alþjóðavettvangi með því að vinna hina virtu International BarLady 2025 keppni! Keppnin fór fram á hinu sögufræga Hotel Nacional de Cuba í Havana, þar sem hæfileikaríkir barþjónar frá tuttugu löndum öttu kappi.
Ashley tryggði sér keppnisrétt með sigri í BarLady forkeppninni á Íslandi, sem haldin var í janúar af Barþjónaklúbbi Íslands í samstarfi við Samtök Íslenskra Eimingarhúsa (SÍE).
Í þeirri keppni voru íslenskar vörur í forgrunni, þar sem keppendur drógu eimingarhús og þurftu að byggja kokteilinn sinn á vörum frá þeim. Þau eimingarhús sem taka þátt í keppninni eru Eimverk Distillery, Hovdenak Distillery, Brunnur Distillery (Hrimbrimi) og Reykjavík Distillery.
Ashley vann með drykkinn sinn Atomic Bloom, sem var unninn úr hráefnum frá Reykjavík Distillery, og tryggði sér þar með farseðil til Kúbu.
- Ashley að rokka þetta í úrslitum!
- Ashley að blanda í klassískan kokteil
- Ashley að gera sig klára fyrir Klassíska flokkinn
Keppnin – Fimm krefjandi flokkar
Á Kúbu kepptu þátttakendur í fimm flokkum:
Klassískur kokteill – Þurr eða sætur kokteill, unnin í anda hefðbundinna drykkja.
Þjóðardrykkur – Kokteill með innblæstri frá heimalandi keppandans, en Ashley keppti hér með kokteilinn úr forkeppninni, Atomic Bloom.
Long Drink – Drykkur sem þarf að vera toppaður upp með fylliefni eða blöndu.
Latino-stíll – Kokteill með dæmigerðum latnesk-amerískum hráefnum og bragðtónum.
Freyðandi kokteill – Drykkur sem þarf að innihalda freyðivín eða annað freyðandi hráefni.
Ashley keppti í klassíska flokknum, þjóðardrykkjaflokknum og freyðandi flokknum, en það var sigur hennar í klassíska flokknum sem tryggði henni sæti í úrslitunum. Með henni í ferðinni voru Elna María Tómasdóttir, varaforseti Barþjónaklúbbs Íslands og þjálfari, og David Hood, yfirbarþjónn á Amma Don/ÓX og kærasti Ashley.
Black Box – Lokabaráttan um titilinn
Í úrslitunum mættu keppendur erfiðustu áskorun keppninnar – Black Box Challenge. Þar fengu þeir körfu með fjölbreyttum hráefnum og höfðu aðeins 30 mínútur til að skapa alveg nýjan kokteil. Engin eigin hráefni máttu vera með, allt varð að koma úr kassanum.
Ashley sýndi einstaka útsjónarsemi, tæknilega færni og sköpunargleði í þessu lokaverkefni og tryggði sér sigurinn með glæsibrag.
- Kokteillinn hennar Ashley í Klassíska flokknum
- Sviðið á Hótel Nacional de Cuba, hér er allt í klassískum stíl!
- Kokteillinn hennar Ashley í þjóðarflokkinum, Atomic Bloom
Ashley MarriotT er „Barlady of the Year 2025“!
Með þessum titli hefur hún ekki aðeins fest sig í sessi sem einn fremsti barþjónn Íslands, heldur einnig sem einn af fremstu barþjónum heims!
Ísland eftir farsæla velgengdi síðustu mánuði er komið á kortið sem leiðandi afl í kokteilamenningu heimsins.
- Ashley að hæst ánægð með að vera komin í úrslit! Hér knúsar hún Elnu Maríu Tómasdóttur, varaforseta Barþjónaklúbbsins og þjálfara
- Ánægjan leyndi sér ekki!
- Ashley ásamt nokkrum öðrum keppendum
- Fjölmiðlar berjast um að tala við Ashley eftir sigurinn
Myndir: aðsendar

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas
-
Frétt4 dagar síðan
Eggjaverð í Bandaríkjunum í hæstu hæðum – stangast á við fullyrðingar Donald Trumps