Viðtöl, örfréttir & frumraun
Ísbúðin Akureyri 10 ára
Ísbúðin Akureyri er 10 ára í dag, miðvikudaginn 17. maí. Ísbúðin var stofnuð árið 2013 af Eyþóri Ævari Jónssyni og Grétu Björk Eyþórsdóttir og hefur hún verið í þeirra eigu síðan.
Ísbúðin býður upp á eitthvað fyrir alla en þar er t.d. boðið upp á vanilluís án viðbætts sykurs, kaldar sósur og dýfu án viðbætts sykurs, laktósafrían vanilluís úr vél sem og vegan kúluís og krap.
Hluti af Ísbúðinni er Booztbar og þar er boðið upp á skyrskálar og boozt drykki ásamt grilluðum samlokum og ferskum djúsum. Einnig er hægt að fá laktósafrítt skyr eða möndlumjólk í stað skyrs, vegan samlokur og glútenlaust brauð.
Ísbúðin er í hjarta bæjarins með nóg af sætum bæði inni og úti.
Mynd: facebook / Ísbúðin Akureyri
-
Markaðurinn4 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Markaðurinn5 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 klukkustundir síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni3 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt5 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?






