Keppni
Ingi Þór Einarsson á Útópía er hraðasti Barþjónn Íslands – Myndaveisla

Frá vinstri, Teitur Riddermann Schiöth (forseti BCI), Elvar Halldór Hróarr Sigurðsson (3.sæti), Ingi Þór Einarsson (sigurvegari), Jón Helgi Guðmundsson (2.sæti) og Ómar Vilhelmsson (fulltrúi frá Mekka)
Keppnin um hraðasta barþjóninn ásamt aðalfundi Barþjónaklúbbs Íslands var haldin á sæta svíninu síðastliðinn þriðjudag í samstarfi við Mekka Wines & Spirits.
Vegleg verðlaun voru í boði í fljótandi og fljúgandi formi, en sigurvegarinn hlaut ferðainneign að andvirði 50.000 kr., magnum flösku af Fernet Branca, bikar og hinn nýja eftirsótta Fernet Branca pening.
Sjá einnig: Vel mætt á aðalfund Barþjónaklúbbs Íslands
Um 30 keppendur tóku þátt og var rafmögnuð stemming í húsinu eins og sjá má á myndum. Keppendur þurftu að reiða fram 2 skot af Fernet Branca, hella tveimur Peroni bjórum í glös og hrista einn Finlandia Lemon Drop kokteil á sem skemmstum tíma. 4 keppendur komust í úrslit sem var í formi útsláttarkeppni.
Tveir komust svo í ofur úrslit þar sem Ingi Þór Einarsson sló út Jón Helga Guðmundsson og var því Ingi því krýndur hraðasti Barþjóninn 2024. 3. sæti hlaut Elvar Halldór Hróarr Sigurðsson á Lebowski bar.
Dómarar voru Elna María Tómasdóttir, varaforseti barþjónaklúbbs Íslands og Deividas Deltuvas, hraðasti barþjónninn árið 2023.
Plötusnúðurinn DJ Takki spilaði stuð tónlist á meðan viðburðinum stóð.
Myndir: Ómar Vilhelmsson

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Frétt15 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun