Keppni
Ingi Þór Einarsson á Útópía er hraðasti Barþjónn Íslands – Myndaveisla

Frá vinstri, Teitur Riddermann Schiöth (forseti BCI), Elvar Halldór Hróarr Sigurðsson (3.sæti), Ingi Þór Einarsson (sigurvegari), Jón Helgi Guðmundsson (2.sæti) og Ómar Vilhelmsson (fulltrúi frá Mekka)
Keppnin um hraðasta barþjóninn ásamt aðalfundi Barþjónaklúbbs Íslands var haldin á sæta svíninu síðastliðinn þriðjudag í samstarfi við Mekka Wines & Spirits.
Vegleg verðlaun voru í boði í fljótandi og fljúgandi formi, en sigurvegarinn hlaut ferðainneign að andvirði 50.000 kr., magnum flösku af Fernet Branca, bikar og hinn nýja eftirsótta Fernet Branca pening.
Sjá einnig: Vel mætt á aðalfund Barþjónaklúbbs Íslands
Um 30 keppendur tóku þátt og var rafmögnuð stemming í húsinu eins og sjá má á myndum. Keppendur þurftu að reiða fram 2 skot af Fernet Branca, hella tveimur Peroni bjórum í glös og hrista einn Finlandia Lemon Drop kokteil á sem skemmstum tíma. 4 keppendur komust í úrslit sem var í formi útsláttarkeppni.
Tveir komust svo í ofur úrslit þar sem Ingi Þór Einarsson sló út Jón Helga Guðmundsson og var því Ingi því krýndur hraðasti Barþjóninn 2024. 3. sæti hlaut Elvar Halldór Hróarr Sigurðsson á Lebowski bar.
Dómarar voru Elna María Tómasdóttir, varaforseti barþjónaklúbbs Íslands og Deividas Deltuvas, hraðasti barþjónninn árið 2023.
Plötusnúðurinn DJ Takki spilaði stuð tónlist á meðan viðburðinum stóð.
Myndir: Ómar Vilhelmsson
-
Markaðurinn4 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Markaðurinn5 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni3 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt5 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Markaðurinn3 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA




































