Keppni
Ingi Þór Einarsson á Útópía er hraðasti Barþjónn Íslands – Myndaveisla
Keppnin um hraðasta barþjóninn ásamt aðalfundi Barþjónaklúbbs Íslands var haldin á sæta svíninu síðastliðinn þriðjudag í samstarfi við Mekka Wines & Spirits.
Vegleg verðlaun voru í boði í fljótandi og fljúgandi formi, en sigurvegarinn hlaut ferðainneign að andvirði 50.000 kr., magnum flösku af Fernet Branca, bikar og hinn nýja eftirsótta Fernet Branca pening.
Sjá einnig: Vel mætt á aðalfund Barþjónaklúbbs Íslands
Um 30 keppendur tóku þátt og var rafmögnuð stemming í húsinu eins og sjá má á myndum. Keppendur þurftu að reiða fram 2 skot af Fernet Branca, hella tveimur Peroni bjórum í glös og hrista einn Finlandia Lemon Drop kokteil á sem skemmstum tíma. 4 keppendur komust í úrslit sem var í formi útsláttarkeppni.
Tveir komust svo í ofur úrslit þar sem Ingi Þór Einarsson sló út Jón Helga Guðmundsson og var því Ingi því krýndur hraðasti Barþjóninn 2024. 3. sæti hlaut Elvar Halldór Hróarr Sigurðsson á Lebowski bar.
Dómarar voru Elna María Tómasdóttir, varaforseti barþjónaklúbbs Íslands og Deividas Deltuvas, hraðasti barþjónninn árið 2023.
Plötusnúðurinn DJ Takki spilaði stuð tónlist á meðan viðburðinum stóð.
Myndir: Ómar Vilhelmsson
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni20 klukkustundir síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann