Greinasafn
Hver er Nellie Melba?
Nellie Melba
(1861-1931) Fræg Áströlsk söngkona sem Escoffier heiðraði nokkrum sinnum með því að gefa réttum sínum nafn í höfuð á henni.
Melba Sauce
Sósa sem er búin til úr Hindberjum.
Melba Toast
Þunnar ristaðar brauðsneiðar sem er oft gefin með súpum og salötum og einnig sem snittur eða canapé.
Peach Melba
Eftirréttur sem Escoffier gerði til heiðurs Nellie Melba þegar hann var yfirkokkur á Hótel Savoy í London og á sama tíma var Nellie Melba að syngja við Lohengrin Óperunni og var eftirrétturinn fyrst framreiddur þegar Hertoginn af Orléans hélt henni veislu til að halda upp á árangur hennar. Eftirrétturinn er gerður þannig að 2 ferskjur eru soðnar í sýrópi og kældar. Skornar í tvennt og lagðar á hvolf ofan á ískúlur, svo er dreipt á með Melba sósu og stundum með þeyttum rjóma og möndlum.
Elvar Örn Reynisson – janúar 2000

-
Keppni5 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Keppni5 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars