Bragi Þór Hansson
Hver er maðurinn? – Skilaði veislunni allur í sóti
Í síðustu viku skoraði Baldur Hafsteinn Guðbjörnsson á æskufélaga sinn og matreiðslumeistarann Hafþór Sveinsson og hann tók vel í þetta og svaraði þessum laufléttu spurningum.
Fullt Nafn:
Hafþór Sveinsson
Fæðingardagur og ár:
1. desember 1980
Áhugamál:
Matreiðsla, Snjóbretti, BJJ (brazilian jiu jitsu) og jóga.
Maki og börn:
Neip
Starf og vinnustaður:
Matreiðslumeistari, Kokkarnir veisluþjónusta.
Átt þú þér einhvern Signature dish?
Nei
Hvaða tæki er mest notað í þínu eldhúsi?
Ofnarnir
Hver eru verstu mistök sem þú hefur nokkurn tíman gert í eldhúsinu?:
Ætli það sé ekki þegar ég setti logandi hitakerti undir hitajúnit og keyrði á stað með veislu og það kveiknaði í bílnum út frá því, það slapp þó til, náði að slökkva í og koma veislunni til skila allur í sóti.
Hvert er uppáhalds hráefnið þitt?
Það er erfitt að týna eitthvað eitt út, ef ég ætti að segja eitthvað þá finnst mér alltaf geggjað að elda fisk og nota eitthvað beint úr náttúrunni.
Hver er besti matur sem þú hefur smakkað?
Það sema Mamma eldar, annars fékk ég rosalega góðan mat á slippnum í Vestmanneyjum síðasta sumar.
Ef þú mættir bjóða fjórum aðillum í mat hverjir væru það, og hvað myndir þú elda?
Bjarki Þór Pálsson, Mathias Dahlgren, Keanu Reeves, Julia Roberts. Forréttur: humar, gæs og hollandaise. Aðalréttur: Hreindýr, sveppir, rótargrænmeti og soðkjarni. Eftirréttur: skyr og vanilla.
Hvað er erfiðasti réttur sem hægt er að elda?
Beef wellington
Hefur þú sett þér eitthvað markmið fyrir framtíðina?
Vera duglegur og alltaf tilbúinn að prófa eitthvað nýtt
Hver er skrítnasta eftirspurn sem þú hefur fengið inní eldhús?
Græmetisæta sem borðar fisk eða kjúkling.
Ef þú værir strandglópur á eyðieyju hvaða 3 hluti myndir þú hafa með þér?
Kokkabækur, fótbolta og gúmmíbát
Hver er maðurinn í næstu viku?
Snillingurinn og fyrrum yfirmaðurinn minn Birgir Karl Ólafsson.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Veitingastaðnum Nebraska lokað
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Umsókn um nám í framreiðslu, kjötiðn, matartækni og matreiðslu á vorönn 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Hilma hreppti titilinn Konditor ársins 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Myndir frá Miyakodori viðburðinum – Sigurður Laufdal: þeir fóru til baka ástfangnir af Íslandi….
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Myndir og vídeó frá Tipsý viðburðinum á Múlabergi – Ingibjörg Bergmann: Það er alveg greinilegt að kokteilamenningin á Akureyri blómstar ….
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Dóra Svavars endurkjörinn formaður Slow Food – Dóra: Slow Food samtökin sinna hagsmunagæslu allrar matvælakeðjunnar….
-
Keppni4 dagar síðan
Keppnin um hraðasta Barþjóninn 2024