Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hver er maðurinn? Sigurbjörg: „Ég er ostafíkill“

Birting:

þann

Sigurbjörg Guðmundsdóttir Hannah

Sigurbjörg Guðmundsdóttir Hannah

Hver er maðurinn?, er fastur liður hér á veitingageirinn.is. Þar fá lesendur veitingageirans að fræðast meira um fagmanninn sem svarar spurningum. Sá sem situr fyrir svörum, skorar á næsta viðmælanda og svo koll af kolli.

Michael skoraði á Sigurbjörgu að taka við keflinu og eru hér svörin hennar.

Fullt nafn:
Sigurbjörg Guðmundsdóttir Hannah

Fæðingardagur og ár:
10. júlí 1995

Áhugamál?
Matreiðsla, prjóna, hjólreiðar og bakstur.

Maki og Börn?
Magnús Jökull Guðmundsson.

Hvar lærðir þú?
Ég byrjaði á samning í matreiðslu hjá Vox resturant og fór svo yfir á Fiskmarkaðinn. En ég vil meina að ég byrjaði að læra hjá Pétri á Hótel Hamri þegar ég var hægri hönd hans í eldhúsinu. Ég klára svo saminginn minn um jólin á Fiskmarkaðinum.

Núverandi starf?
Fiskmarkaðurinn.

Hvert er uppáhalds hráefnið þitt?
Smjör eða soya sósa.

Segðu okkur eitthvað sem enginn annar veit um þig?
Ég er ostafíkill.

Hverjir eru helstu veikleikar þínir í starfinu?
Stundum leyfi ég litlu hlutunum að pirra mig.

Hver eru verstu mistök sem þú hefur nokkurn tímann gert í eldhúsinu?
Örugglega þegar ég missti heilan gastro af óbakaðri franskri súkkulaðiköku og gólfið var löðrandi í deigi.

Hvaða persónu er þér minnisstæðast að hafa eldað fyrir?
Red hot chili peppers þegar ég var á Hilton.

Hvaða skyndibitastaður er í uppáhaldi hjá þér og af hverju?
Bánh mi er eitt af mínum uppáhalds en Le kock situr hátt á listanum líka.

Hver er skrítnasta ósk sem þú hefur fengið inní eldhús?
Þegar ég var beðinn um að fara út á 8 holu með bjór fyrir pabbi því hann var í golfi.

Hver er lengsta vakt sem þú hefur unnið, og hvað var að gerast?
Lengsta vakt sem ég hef tekið hingað til voru 19 klst. Það var fótboltalið að koma í hús um miðnætti og áttu að fá mat eftir ferðalagið. Þeir áttu að mæta um miðnætti en ég endaði á því að bíða í tæpa 1 og hálfa klst eftir þeim. Stimplaði mig út kl 3 um nóttina og mætti þann dag kl 8 á vaktina.

Hvaða tæki er mest notað í eldhúsinu þínu?
Hnífurinn eða pinnsettan.

Besti matur sem þú hefur smakkað?
Ígulker með mascaponekremi á Miyake veitingastað í Portland ME. Annars er öll villibráð í miklu uppáhaldi hjá mér.

Ef þú gætir ekki unnið í veitingabransanum hvað værir þú þá að gera?
Örugglega að læra úrsmiðinn hjá pabba.

Hver er uppáhalds fagmaður þinn í veitingabransanum á Íslandi og af hverju?
Án efa Gísli Thoroddsen matreiðslumeistari.

Hver tekur við keflinu, og af hverju?
Vilhjálmur Axelsson tekur við keflinu, útaf því hann er einn af fyrirmyndum sem ég lýt upp til í bransanum og hann er að brasa einhvað í Noregi væri gaman að heyra frá honum.

Fleiri pistlar hér.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið