Vertu memm

Bragi Þór Hansson

Hver er maðurinn? – Erfitt að gera upp á milli smjörs og lambaframparts

Birting:

þann

Birgir Karl Ólafsson

Hafþór Sveinsson skoraði á Birgir Karl Ólafsson og hann tók vel í það og svaraði þessum spurningum fyrir okkur.

Fullt nafn
Birgir Karl Ólafsson

Fæðingardagur og ár?
22. febrúar 1974

Áhugamál?
Fjölskyldan og að labba maraþon

Maki og börn?
Elísabet Hlín Adolfsdóttir
Sylvía Birgisdóttir
Adolf Daði Birgisson
Theodóra Lind Birgisdóttir

Starf og vinnustaður?
Viðskiptastjóri
Ekran

Hvert er þitt uppáhalds hráefni?
Erfitt að gera upp á milli smjörs og lambaframparts.

Átt þú þér einhvern Signature dish?
Það væri sennilega instant “truns” andarlifrarterrine með trufflu seljurótamajói.

Hvaða tæki er mest notað í þínu eldhúsi?
Elskuleg Pottstálspannan

Hver eru verstu mistök sem þú hefur nokkurn tíman gert í eldhúsinu?
Þau eru svo mörg slæm, er enn að vinna úr þessu.

Hver er erfiðasti réttur sem hægt er að elda?
Það sem eldri dótturinni þykir gott.

Ef þú mættir velja einhverja 3 á þína draumavakt hverjir væru það?
Konan, mamma og tengdó, ávísun á góða stemmningu og góðan mat.

Hver var fyrsta almennilega máltíð sem þú manst eftir að hafa eldað og hvað varstu gamall?
Á það enn inni.

Ef þú gætir valið eitt hráefni til þess að eyða úr eldamennsku fyrir fullt og allt, hvaða hráefni væri það?
Ekkert sem ég gæti hugsað mér að vera án.

Auglýsingapláss

Hver var stærsta veisla sem þú sást um?
Lokahóf öldungamóts BLÍ 700 blakarar.

Hver er skrítnasta eftirspurn sem þú hefur fengið inní eldhús?
Það er svo margt sem kemur upp í hugan en nautalundir í blender eru ofarlega á listanum.

Hver er maðurinn í næstu viku?
Magnús Margeirsson yfirmatreiðslumaður Hrafnistu

Við þökkum Birgi fyrir þátttökuna og vonum að Magnús taki við boltanum og sendi hann áfram.

 

/Bragi

twitter og instagram icon

 

Bragi er matreiðslumaður að mennt, en hann lærði fræðin sín á Hótel Rangá. Bragi hefur starfað meðal annars á Radisson Blu 1919 hótel, Brasserie Blanc í Englandi. Hægt er að hafa samband við Braga á netfangið [email protected] .... skoða allar greinar höfundar >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið