Pistlar
Hvað hefur orðið um faglærða þjóna?
Hvers vegna eru þjónar að væla yfir of lágum launum? Hvers vegna sér enginn tilgang sinn í því að læra fagið? Er metnaðurinn gjörsamlega farinn út í veður og vind? Hvers vegna sjá veitingahúsaeigendur ekki hag sinn í því að hafa lært fólk í vinnu hjá sér?
Þegar maður spyr þjón hvers vegna hann er að vinna sem sölumaður hjá vínumboði (9-17:5/7) en ekki á veitingastað (10-02:15/30) er svarið einfalt. Launin eru hærri og vinnutíminn betri.
Í haust eru 2 þjónanemar að útskrifast og miðað við hvað stór prósenta af þeim sem útskrifast virkilega fer að vinna við fagið er hægt að reikna með því að 0,1% þjóna muni bætast við stéttina þetta haustið. Í frjálsu hagkerfi þar sem samkeppni er allsráðandi kemur hagstæðasta lausnin alltaf upp á yfirborðið.
Faglærðum þjóni finnst hann ekki fá nægilega góð laun sem er alveg rétt því hann fær þau annarsstaðar og veitingahúsaeigandinn vill ekki borga honum meira því hagstæðara er að hafa ófaglærðan á lægri launum þó hann hafi ekki sömu þekkingu.
Eins einfalt og þetta hljómar er þetta staðreynd og ekki kemur til greina að hækka launin hjá þjónum eins og hjá kennurum því í frjálsu hagkerfi er ekki samasemmerki milli hærri launa og betri vinnu. Staðreyndin er sú að til að hækka laun og bæta kjör sín þarf að sýna fram á að það sé hagstætt fyrir þann sem borgar þér. Leitt þykir mér að segja ykkur faglærðu þjónar að þetta er ykkur sjálfum að kenna, metnaðurinn er því miður löngu farinn og fagmennskan með.
Þið ættuð að hugsa meira um það að vinna ykkur upp heldur en að grenja yfir bágbornum kjörum, það bjargar enginn þessu fagi nema þið sjálfir.
Höfundur: Einar Gústavsson matreiðslumaður
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Frétt9 klukkustundir síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s