Vertu memm

Freisting

Humarhótelið opnað í dag

Birting:

þann


Mynd/Horn.is
Á myndinni smakka Árni Mathiesen fjármálaráðherra og Sjöfn Sigurgísladóttir forstjóri Matís á ferskum humri frá Humarhótelinu við opnun starfsstöðvar Matís á Höfn

Árni Mathiesen fjármálaráðherra opnaði með formlegum hætti starfsstöð Matís og Humarhótelið á Höfn í dag. Við opnunina fengu ráðherra og Sjöfn Sigurgísladóttir forstjóri Matís að gæða sér á ferskum leturhumri frá Humarhótelinu. 

Sjöfn Sigurgísladóttir forstjóri Matís sagði við opnunina að markmiðið með starfsstöð á Höfn væri að efla rannsóknastarf, skapa aðstöðu og vettvang til aukins samstarfs við atvinnulíf og stuðla að verðmætasköpun í samvinnu við matvælafyrirtæki á svæðinu.

Þá sagði Hjalti Vignisson bæjarstjóri á Höfn það mikilvægt fyrir svæðið að fá matvælarannsóknafyrirtæki eins og Matís til þess að efla þróunarstarf og stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi.

Á Humarhótelinu, sem er samvinnuverkefni Matís, Frumkvöðlaseturs Austurlands, Sæplasts, Hafrannsóknarstofnunar og Skinney Þinganess, er hægt að geyma lifandi leturhumar sem er veiddur úti á Hornafjarðardýpi. Humarinn er fluttur lifandi á hótelið þar sem hann er geymdur við kældar aðstæður. Hann er svo fluttur lifandi á markað erlendis. Tilraunaverkefni um útflutning á lifandi leturhumri hefur staðið yfir undanfarin misseri og hefur humarinn nú þegar verið fluttur til Belgíu.

Verkefnið hefur því gengið afar vel en tekist hefur að fá allt að því þriðjung hærra verð fyrir lifandi humar frá Höfn heldur en frystan humar.

Greint frá á  frétta- og upplýsingavef Hornafjarðar Horn.is

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið