Starfsmannavelta
Hótelstjóraskipti á Stracta Hótel Hellu
Sólborg Steinþórsdóttir hefur látið af störfum sem hótelstjóri Stracta hótels Hellu af persónulegum ástæðum. Við starfi hótelstjóra tekur Hreiðar Hermannsson. Sólborg var ráðin hótelstjóri í ársbyrjun 2014 en reksturinn hófst í fyrrasumar.
Eigendur hótelsins þakka Sólborgu fyrir vel unnin störf við uppbyggingu hótelsins á Hellu og óska henni velfarnaðar í framtíðinni. Hreiðar Hermannsson, sem nú tekur við hótelinu er öllum hnútum kunnugur eftir að hafa komið að hótelrekstri í fjölmörg ár, að því er fram kemur í fréttablaði Suðurlands.
Mynd: Sverrir

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Keppni5 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
6.000 máltíðir eldaðar daglega fyrir sjúklinga og starfsfólk – Bólusetning fyrir matreiðslumeistara?
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Stavanger Vinfest 25 ára – „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar
-
Keppni5 dagar síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Frétt4 dagar síðan
Kolaportið sem miðstöð matar, menningar og markaðsviðburða – Auglýst eftir rekstraraðila
-
Keppni2 dagar síðan
Food & Fun 2025: Framúrskarandi matreiðslumenn heiðraðir