Neminn
Hótelnám Ísland-Swiss
Í tilefni þess að Menntaskólinn í Kópavogi hefur á haustönn 2007 nám í hótelfræðum, hafa fagstjóri framreiðsludeildar Bárður Guðlaugsson og fagstjóri matreiðsludeildar Ragnar Wessman verið að kynna sér námið og fyrirkomulag þess.
Móðurskólinn César Ritz er á tveim stöðum í Sviss, Bouveret og Brig. Þeir félagar hafa dvalið í Bouveret sem er við botn Genfarvatnsins. Vatnið er einskonar Laugavegur þessa hluta Sviss enn stutt er til allra helstu staða með ferju eins og Montreux og Lausanne. Undirtitaðir hafa haft tækifæri til að skoða staði eins og Gruyére sem er þekkt fyrir landbúnað og kannski sérstaklega osta og rjóma. Í skólanum ríkir mjög alþjóðlegt andrúmsloft og eru nú um 170 nemendur í skólanum allstaðar að úr heiminum allt frá Íslandi til Nepal.
Það að nemendur kynnist hinum mismunandi menningarheimum geri þá mun betur undirbúna og víðsýnni þegar þeir hefja störf í alþjóðlegu hótelumhverfi. Undirritaðir hafa að undanförnu haft nóg að gera við að undirbúa námið og tekið jafn þátt í bóklegri og verklegri kennslu.
Kveðja Bárður og Ragnar
www.bar.is
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Frétt4 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?