Pistlar
Hér eru upplýsingar varðandi úrræði sem fyrirtæki í veitingageiranum geta nýtt sér
Hér eru upplýsingar og hlekkir varðandi úrræði sem í boði eru þann 30. desember 2021.
1. Upplýsingasíða um gildandi takmarkanir hér.
2. Aðgerðir og úrræði ríkisstjórnar vegna covid-19, sjá samantekt á styrkjum sem geta nýst fyrirtækjum á veitingamarkaði hér fyrir neðan, sjá hér.
a. Viðspyrnustyrkur: Styrkirnir eru ætlaðir rekstraraðilum sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins. Styrkirnir verða greiddir út mánaðarlega fyrir einn mánuð í senn og hafa gildistíma frá nóvember 2020 og út desember 2021.
b. Laun í sóttkví: Tímabundnar greiðslur vegna einstaklinga sem sæta sóttkví án þess að vera sýktir, samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda, heimilaðar áfram á tímabilinu 1. október 2020 til og með 31. desember 2021. Gert er ráð fyrir að atvinnurekandi greiði launþega laun en geti svo gert kröfu á ríkissjóð til endurgreiðslu upp að vissri hámarksfjárhæð.
i. Ef stafsmaður er hins vegar greindur með covid-19 taka almennar reglur varðandi veikindarétt við.
Því miður hefur SVEIT ekki enn borist upplýsingar um sértæk úrræði fyrir fyrirtæki á veitingamarkaði, þrátt fyrir loforð stjórnvalda um að koma á móts við okkur. Eru það vissulega gríðarleg vonbrigði, en SVEIT heldur áfram að þrýsta á stjórnvöld og undirstrika mikilvægi þess að úrræði verði kynnt samhliða takmörkunum. Annað er hreinlega ekki boðlegt.
Ég hvet ykkur til að sækja um viðspyrnustyrki og laun i sóttkví þar sem sú aðstoð er enn í boði.
Ef þið óskið eftir aðstoð eða frekari upplýsingum varðandi ofangreindar umsóknir bið ég ykkur um að hafa samand við mig með því að senda mér póst á [email protected] eða hafa samband við mig í facebook hópnum: SVEIT – Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði.
Langar einnig að nota tækifærið og hvetja þá sem ekki eru meðlimir í SVEIT að sækja um með því að senda póst á [email protected]
Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að fyrirtæki á veitingamarkaði standi saman, bæði vegna áhrifa sóttvarnaraðgerða á rekstur einkarekinna fyrirtækja og ekki síður í komandi kjarabaráttu. Því fleiri félagsmenn þeim þyngri verður þrýstingur okkar á stjórnvöld að bregðast hratt við því óásættanlega markaðsumhverfi sem okkur er boðið upp á vegna sóttvarnaraðgerða, taumlausra hækkana á opinberum gjöldum og skilyrðum lífskjarasamnings.
Óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári!
Höfundur er Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt2 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Keppni3 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Frétt4 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði