Uppskriftir
Heit súkkulaðikaka
Fyrir 10–12 manns
225 g gott dökkt súkkulaði
240 g smjör
7–8 egg
300 g sykur
120 g hveiti
12 einnota álform (muffinstærð)
smá hveiti
Aðferð:
Úðið álformin vel með olíuúða og húðið formið vel að innan með hveiti. Bræðið súkkulaðið og smjörið saman í vatnsbaði.
Þeytið eggin og sykurinn vel saman og blandið við súkkulaðið. Sigtið hveitið saman við og hrærið vel í með písk.
Þá er soppunni hellt í formin upp að brún og sett í kæli. Þannig geymist kakan vel í nokkra daga.
Kakan er svo bökuð í 200° heitum ofni í u.þ.b. 12–16 mín.
Þegar hún er tilbúin er skorið niður kantana með hníf og hvolft í hendi og beint á disk (það þarf að nota snögg handbrögð til að brenna sig ekki).
Þegar stungið er í kökuna á hún að leka út.
Gott er að bera fram með vanillusósu eða ís.
Höfundur er Leifur Kolbeinsson matreiðslumeistari.
Sjá einnig:

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt16 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?