Uppskriftir
Heit súkkulaðikaka
Fyrir 10–12 manns
225 g gott dökkt súkkulaði
240 g smjör
7–8 egg
300 g sykur
120 g hveiti
12 einnota álform (muffinstærð)
smá hveiti
Aðferð:
Úðið álformin vel með olíuúða og húðið formið vel að innan með hveiti. Bræðið súkkulaðið og smjörið saman í vatnsbaði.
Þeytið eggin og sykurinn vel saman og blandið við súkkulaðið. Sigtið hveitið saman við og hrærið vel í með písk.
Þá er soppunni hellt í formin upp að brún og sett í kæli. Þannig geymist kakan vel í nokkra daga.
Kakan er svo bökuð í 200° heitum ofni í u.þ.b. 12–16 mín.
Þegar hún er tilbúin er skorið niður kantana með hníf og hvolft í hendi og beint á disk (það þarf að nota snögg handbrögð til að brenna sig ekki).
Þegar stungið er í kökuna á hún að leka út.
Gott er að bera fram með vanillusósu eða ís.
Höfundur er Leifur Kolbeinsson matreiðslumeistari.
Sjá einnig:
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Kokkalandsliðið12 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu







