Vertu memm

Uppskriftir

Heit súkkulaðikaka

Birting:

þann

Heit súkkulaðikaka

Fyrir 10–12 manns

225 g gott dökkt súkkulaði
240 g smjör
7–8 egg
300 g sykur
120 g hveiti
12 einnota álform (muffinstærð)
smá hveiti

Aðferð:

Úðið álformin vel með olíuúða og húðið formið vel að innan með hveiti. Bræðið súkkulaðið og smjörið saman í vatnsbaði.

Þeytið eggin og sykurinn vel saman og blandið við súkkulaðið. Sigtið hveitið saman við og hrærið vel í með písk.

Þá er soppunni hellt í formin upp að brún og sett í kæli. Þannig geymist kakan vel í nokkra daga.

Kakan er svo bökuð í 200° heitum ofni í u.þ.b. 12–16 mín.

Þegar hún er tilbúin er skorið niður kantana með hníf og hvolft í hendi og beint á disk (það þarf að nota snögg handbrögð til að brenna sig ekki).

Þegar stungið er í kökuna á hún að leka út.

Gott er að bera fram með vanillusósu eða ís.

Auglýsingapláss
Leifur Kolbeinsson

Leifur Kolbeinsson

Höfundur er Leifur Kolbeinsson matreiðslumeistari.

Sjá einnig:

Heit Vanillusósa – Cremé Anglaise

 

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið