Uppskriftir
Harira súpa
Hér er uppskrift að Harira súpu sem er Marokkósk grænmetissúpa. Hún er mjög hefðbundin súpa sem er borðuð á Ramadan og föstum hjá Ísraelum jafnt sem Aröbum.
Hráefni:
1 laukur í teningum
5 hvítlauksgeirar í sneiðum
3 stilkar sellerý í teningum
3 gulrætur í sneiðum
1/2 tsk túrmerik
1 tsk malað cumin
1/2 rauður chili
1 búnt steinselja söxuð
1 búnt koreander saxað
1 dós(450gr) niðursoðnir tómatar
1,75 lítrar grænmetissoð
1 bolli kjúklingabaunir
1 bolli rauðar linsubaunir(má nota grænar en súpan verður fallegri með rauðum)
1 tsk nýmalaður svartur pipar
2 sítrónur safi og zest
1 lime safi og zest
Aðferð:
Skera grænmetið og steikja það varlega í olíunni, ekki brúna. Bæta kryddum úti, svo tómötum og grænmetissoði.
Sjóða rólega í 10 mín. Bæta í baunum og sjóða rólega í 30 mínútur. Sítrónur og lime.
Smakka til með salti og pipar.
Höfundur: Ágúst Már Garðarsson matreiðslumaður
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun1 dagur síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina