Uppskriftir
Harira súpa
Hér er uppskrift að Harira súpu sem er Marokkósk grænmetissúpa. Hún er mjög hefðbundin súpa sem er borðuð á Ramadan og föstum hjá Ísraelum jafnt sem Aröbum.
Hráefni:
1 laukur í teningum
5 hvítlauksgeirar í sneiðum
3 stilkar sellerý í teningum
3 gulrætur í sneiðum
1/2 tsk túrmerik
1 tsk malað cumin
1/2 rauður chili
1 búnt steinselja söxuð
1 búnt koreander saxað
1 dós(450gr) niðursoðnir tómatar
1,75 lítrar grænmetissoð
1 bolli kjúklingabaunir
1 bolli rauðar linsubaunir(má nota grænar en súpan verður fallegri með rauðum)
1 tsk nýmalaður svartur pipar
2 sítrónur safi og zest
1 lime safi og zest
Aðferð:
Skera grænmetið og steikja það varlega í olíunni, ekki brúna. Bæta kryddum úti, svo tómötum og grænmetissoði.
Sjóða rólega í 10 mín. Bæta í baunum og sjóða rólega í 30 mínútur. Sítrónur og lime.
Smakka til með salti og pipar.
Höfundur: Ágúst Már Garðarsson matreiðslumaður

-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag