Uppskriftir
Harira súpa
Hér er uppskrift að Harira súpu sem er Marokkósk grænmetissúpa. Hún er mjög hefðbundin súpa sem er borðuð á Ramadan og föstum hjá Ísraelum jafnt sem Aröbum.
Hráefni:
1 laukur í teningum
5 hvítlauksgeirar í sneiðum
3 stilkar sellerý í teningum
3 gulrætur í sneiðum
1/2 tsk túrmerik
1 tsk malað cumin
1/2 rauður chili
1 búnt steinselja söxuð
1 búnt koreander saxað
1 dós(450gr) niðursoðnir tómatar
1,75 lítrar grænmetissoð
1 bolli kjúklingabaunir
1 bolli rauðar linsubaunir(má nota grænar en súpan verður fallegri með rauðum)
1 tsk nýmalaður svartur pipar
2 sítrónur safi og zest
1 lime safi og zest
Aðferð:
Skera grænmetið og steikja það varlega í olíunni, ekki brúna. Bæta kryddum úti, svo tómötum og grænmetissoði.
Sjóða rólega í 10 mín. Bæta í baunum og sjóða rólega í 30 mínútur. Sítrónur og lime.
Smakka til með salti og pipar.
Höfundur: Ágúst Már Garðarsson matreiðslumaður
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt12 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt14 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?