Freisting
Hagstofustjóri verður formaður matvælanefndar
Hallgrímur Snorrason, hagstofustjóri, mun gegna formennsku í matvælanefnd forsætisráðherra. Nefndinni verður falið að skoða hvers vegna matvælaverð á Íslandi er mun hærra en í nágrannaríkjunum.
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sagði í áramótaávarpi sínu að í nefndinni myndu sitja fulltrúar stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins og samtaka bænda. Nefndinni er jafnframt falið að gera tillögur um úrbætur til hagsbóta fyrir fjölskyldurnar í landinu. NFS voru veittar rangar upplýsingar um að Ásmundur Stefánsson, ríkissáttasemjari, yrði formaður matvælanefndarinnar. Ásmundur verður í forsvari fyrir nefnd stjórnvalda og landssambands eldri borgara um málefni aldraðra.
Greint frá á Visir.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni5 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanDiageo losar um eignir – Kína ekki lengur forgangsmarkaður
-
Uppskriftir3 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa





