Freisting
Hafnfirskur mafíustaður undir tælenskum áhrifum
Veitingastaðurinn Badabing hefur verið opnaður í Hafnarfirði. Nafn staðarins er mörgum kunnuglegt enda ber strippbúllan sem mafíufélagarnir úr Sopranos-þáttunum sækja reglulega sama nafn.
„Nafnið er vissulega fengið úr sjónvarpsþáttunum og lógó staðarins er fengið úr myndunum um Guðföðurinn,“ segir Sturla Jensson, rekstrarstjóri Badabing í samtali við Fréttablaðið.
Staðurinn stendur við Flatahraun, beint á móti Kaplakrika, heimavelli FH. „Stuðningsmannalið FH í fótboltanum kallar sig Mafíuna og þannig varð tengingin við Sopranos og Guðföðurinn til,“ útskýrir Sturla sem á þó ekki heiðurinn af nafninu heldur Árni Björn Árnason, eigandi Badabing.
Þótt nafn staðarins hafi tengingu mafíuna er ekki að finna hefðbundnar ítalskar kjötböllur að hætti mafíunnar heldur tælenskan mat. „Við opnuðum sama dag og heimsmeistaramótið í fótbola byrjaði, þann 9. júní, og það hefur verið mikið að gera síðan þá,“ segir Sturla en auk tælensku réttanna býður Badabing upp á pizzur, fisk- og ísrétti og grill. Þá geta gestirnir einnig fylgst með fótboltaleikjum á risatjaldi.
Sturla rekstarstjóri segir það ekki á dagskrá að breyta hinum hafnfirska Badabing í strippbúllu eins og fyrirmyndin í Sopranos. „Nei, það kemur ekki til greina.“
Greint frá á visir.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta6 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði